miðvikudagur, 14. maí 2008

Vaknið þingmenn! Burt með skandalinn!


Ríkisstjórn okkar og Alþingi virðast ekki átta sig á því að EFTIRLAUNAÓSÓMINN eða DAVÍÐS-GEIT er næststærsti stjórnmálaskandall nútímans á Íslandi.

Í Bandaríkjunum hafa minniháttar skandalar á borð við Watergate-The Iran-Contra-Lewinsky-gate og fleiri haft gífurleg áhrif, þótt almenningsálitið hafi ekki verið einróma í þessum málum – eins og varðandi EFTIRLAUNAÓSÓMANN.

Ef Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún ætla að halda áfram að líta út eins og trúverðugir og óspilltir stjórnmálamenn í augum þjóðar sinnar ber þeim að taka til hendinni og bera fram tillögu Valgerðar Bjarnadóttur sem einsömul að mestu hefur haldið upp lífsvon fyrir virðingu þeirra sem nú sitja á þingi á Íslandi.

Kattarþvottur, klækir, yfirklór, pólitískar brellur duga ekki að þessu sinni. Ekki láta freistast til að reyna.

Burt með EFTIRLAUNAÓSÓMANN, DAVÍÐS-GEIT áður en vorþingi lýkur. Svo getum við farið að ræða saman um samstöðu þjóðarinnar og jafnvel sátt þegar fram líða stundir.

20 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mæl þú manna heilastur!

Vonandi tekur verkalýðshreyfingin við sér líka, og Samtök atvinnulífsins.

Enginn íslenskur stjórnmálaflokkur, enginn þingmaður með sjálfsvirðingu, enginn sem á skilið virðingarheitið "fulltrúi almennings", getur samþykkt það himinhrópandi óréttlæti og grófa ójafnrétti sem boðað frumvarp Ingibjargar og Geirs felur í sér.

Lesið úttekt DV. á málinu þann 28. apríl.

Ætla Samfylking og Sjálfstæðisflokkur að endurtaka þetta glæpaverk í stað þess að stöðva það.

Rómverji

Nafnlaus sagði...

Svínin verða að fá að sitja ein að allri mjólkinni því annars hætta þau að geta hugsað.

Og hvað gerist þá?

Einokunarverslunin kemur aftur.

Kv, Balzac.

Nafnlaus sagði...

Já, Balzac.

Þetta smellpassar við Dýrabæ Orwells. Og loks getur engin sagt til um hvað sé maður og hvað sé svín.

Nafnlaus sagði...

Hale-fo*****-lúja Þráinn. Þú segir það eins og það er.

Nafnlaus sagði...

Ungur þingmaður með fornar hugmyndir:

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4365676/0

Nafnlaus sagði...

Hvernig væri nú að mótmæla þessum skandal með því að mæta á austurvelli áður en þessir letingjar fara í sumarfríið langa. Ég fyrir mitt leyti hef aldrei mætt í mótmæli en ég skal sko mæta til að mótmæla þessu, skora á verkalýðsfulltrúa að standa fyrir opinberum mótmælum við alþingi

Varríus sagði...

Það er líklega til marks um hve málstaðurinn er vondur að fyrrverandi Íslandsmeistari í mælskulist, Birgir Ármannsson, var tafsandi og vandræðalegur andspænis hinni skeleggu Valgerði í ofankræktu viðtali.

Þráinn sagði...

Takk fyrir þessi ummæli. Stundum finnst manni að samfélagsmeðvitund í þessu landi liggi í dvala.

Nafnlaus sagði...

Það var skelfilegt að horfa á Birgir Ármannsson verja þessi ólög í gær. Þegar alþingismenn sýna að þeim er ekki betur treystandi gagnvart almannafé en þetta er ekki laust við að maður óski eftir öllu hugsanlegur valdaframsali til Brussel og það sem allra fyrst

Nafnlaus sagði...

Það verður aldrei friður með þjóðinni og alþingi verði þessum svakalega skandal ekki komið útúr lögum landsins og engan kattarþvott við það verkefni.
Stokka málin síðan upp þannig að þetta fólk þarna niður á alþingi deili kjörum með þessari þjóð- sé ekki sjálfskipaður sérréttinda hópur.

Nú þarf þjóðin að herða sultarólina með haustdögum- þá verður alþingi að vera trúverðugt forystuafl- ekki sérréttindaaðall úr tengslum við þjóðina.

Nafnlaus sagði...

Frábært ef fólk mætti á Austurvelli og mótmælti hástöfum. Mikið væri ég til í það. Kannski lögreglan yrði send á lýðinn með gasi.

Nafnlaus sagði...

Það verður þó að segjast að Ingibjörg Sólrún var ekki í þessari stöðu þegar að þetta fór í gegnum þingið. Er þetta ekki frá 2003?

Það er með einsdæmum það valdarán sem framið hefur verið á þjóðinni og er þetta bara eitt.
Svo er það vert að hugsa um þessi frábæru kjör? Hvers vegna þarf fólk sem ekki gengur í vinnufötum,- hefur löng sumarfrí og margvísleg hlunnindi, sem þess virði er nú að athuga, - að hafa svona mikið í kaup?
Er þetta einhverskonar bætur fyrir að þurfa ekki að dýfa hendinni í kalt vatn, nota stimpilklukku, hjóla eða fara með strætó í vinnuna, að sinna líklamlegri vinnu?
Svei mér þá - mér fer að koma til hugar að þeir þurfi meiri kaup því þau fara á ´mis við það mikið.

Nafnlaus sagði...

En þeir sem eru á svokölluðum "heiðurslaunum listamanna" Þráinn?
Veistu að ÞÚ kostar okkur fólkið sem vinnum alvöru vinnu ábyggilega meira en Lalli Johns?
Svo vogar þú þér að derra þig sem ert AFÆTA Á OKKUR HINUM!!
H efur þú einhverntíma unnið eitt einasta þarfaverk Þráinn?
Þriðja flokks grínmyndir, klisjuklístraður sjónvarpsþáttur og stolin "feel good" mynd að dönskum hætti flokkast EKKI sem afrek eða vinna Þráinn.
Samt ert ÞÚ Á EFTIRLAUNUM!!!
Þó ég sé ekki hrifinn af þessu eftirlauna frumvarpi þá er ég þó ennþá minna hrifinn af afætum eins og þér.
Þú ættir að skammast þín.

Örn Johnson ´67.

Nafnlaus sagði...

Þráinn virðist að minnsta kosti geta kveikt neista hjá Erni þessum Johnson.

Svei mér ef týrir ekki á tíkarskarinu.

Balzac.

Nafnlaus sagði...

Johnson's baby lotion. Óblandað.

Mig grunaði líka alltaf að Þráinn stæði á bakvið þetta eftirlaunasvindl.

Rómverji

Þráinn sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Nafnlaus sagði...

Það eina sem mér dettur í hug þegar Örn nokkur Johnson nefnir grínmynd, sjónvarpsþátt og mynd að dönskum hætti (?), er að hann hafi aldrei lesið bók.

Balzac

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þú frábær rithöfundur og er alsæl yfir að menn eins og þú eigi kost á listamannalaunum svo hægt sé að hafa þessa stétt starfandi í svona litlu landi. Auk þess er ekki verra að hafa einhvern sem vakir yfir ráðamönnum og öðrum og þorir að derra sig. Njóttu vel þinna aumu listamannalauna, þú hefur aldeilis unnið fyrir þeim eins og fleiri sem hafa þegið þau.

Þráinn sagði...

Takk fyrir þetta, Eva Ó. Þetta er fallega sagt, en þegar maður rekst á verur eins og Örn Johnson '67 fer ekki hjá því að maður hugsi sem svo: "hvað er nú orðið allt okkar starf í 600 sumur?"

Nafnlaus sagði...

Nú er ég búin að hlægja hátt og innilega. Þetta er óborganlegt. Takk fyrir þetta.
Varðhundar kerfisins skilja eftir fótspor sín ef potað er í herrana.
Áfram Þráinn.

Rósa