þriðjudagur, 13. maí 2008

Dulle Griet - heimska og græðgiÍ tilefni dagsins birtist hér bráðskemmtileg mynd eftir Pieter Bruegel de Oude (eldri) úr myndaröð sem hann gerði um DAUÐASYNDIRNAR SJÖ. Grafíkin er eftir landa hans og samtímamann Pieter van der Heyden.

Myndin heitir GRÆÐGI. 

Frá höfundar hendi heitir myndin reyndar DULLE GRIET og tengir saman heimsku og græðgi.

Myndbirting er í almannarétti (public domain) og er hér tileinkuð Alþingi Íslendinga og pólitískri arfleifð Davíðs Oddssonar.

Þess ber að geta að myndin var gerð á sextándu öld, fyrir daga jafnréttis og Kvennalista, og eingöngu þess vegna eru Græðgin og Heimskan í konulíki.


Engin ummæli: