þriðjudagur, 6. maí 2008

RUV OHF sýnir sitt rétta andlit


Samkvæmt visir.is hyggst Ríkisútvarpið OHF. ekki láta Vísi í té ráðningasamninga dagskrárstjóra RÚV, þeirra Sigrúnar Stefánsdóttur og Þórhalls Gunnarssonar. 

Tæpir tveir mánuðir eru liðnir frá því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði að RÚV skyldi láta gögnin af hendi.


Það góða við þessa heimskulegu þvermóðsku er að það verða varla fleiri ríkisfyrirtæki oháeffuð á næstunni - fyrst stjórnendur RÚV halda að OHF-ið gefi þeim heimild til að múna á eigendur sína - sem er þjóðin ef það skyldi hafa gleymst í Efstaleitinu.

6 ummæli:

medvald sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Nafnlaus sagði...

Fyrir hvað skammast þau sín?

Er ekki aðeins áreiðanlegt úrvalsfólk á borð við t.d. Markús Örn ráðið í toppstöður á rúv?

Rómverji

Nafnlaus sagði...

Þetta er greinilega ekki núverandi sjónvarpsstjóri sem er á mynd Þráins.
Er möguleiki á að þetta sé einn forvera hans? Úr prestastétt?
Ekki er þetta nein menntamamálaráðherra hérlendur - altént ekki frá minni tíð og örugglega ekki Þorgerður Katrín.
Eða - kemur myndin efni færslunar ekki við? Nema óbeint. Ég er svo fjandi illa "myndlæs" að það verður alltaf að segja mér af því ef myndir tengjast ekki texta.

Þráinn sagði...

Sæll, Guðmundur. Nei, þetta er ekki núverandi útvarpsstjóri á myndinni, né heldur neinn af hinum fyrrverandi. Þetta er svonefndur garðálfur að sýna á sér þjóhnappana; það kallast á enskuskotinni íslensku að "múna", komið af "to moon". Að bera á sér sitjandann er ekki gert í virðingarskyni.

Nafnlaus sagði...

Og sæll aftur Þráinn.
Það lá að. Og blessaður álfurinn birtir þá meira en hægt er að segja um forráðamenn OHFsins.

Þráinn sagði...

Já, Guðmundur, samt geri ég ráð fyrir að hann sé í einkaeigu.