föstudagur, 16. maí 2008

Neyðaraðstoðin ekki neyðaraðstoð heldur "viðbúnaðarráðstöfun"


Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, segir að gjaldeyrisskiptasamningar við þrjá norræna seðlabanka séu "viðbúnaðarráðstöfun", sem veiti Seðlabankanum aðgang að evrum ef þess gerist þörf.

Davíð vísar því á bug, að samningarnir séu "neyðaraðstoð" eins og norrænir fjölmiðlar hafa túlkað þá í dag.

Þess má einnig geta að þörfin fyrir neyðaraðstoð er ekki Seðlabankanum að kenna.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eins og menn vita, er steypa mis fljót að harðna.

Þetta vissi persónan sem Eggert lék, ekki. Íslenska Mafían varð því ekki til í Sódómu.

Nú er svo, að leikfélagarnir inn við Laugarnes, hvar allir bankarnir eru í hnapp, sem eru hvað djarfastir í stórfiskaleiknum, vita nú, að það hljómar betur, að Ríkið þurfi hjálp eða ,,viðbúnað"" en ekki þeir.

ÞEtta er allt einhverjum öðrum að kenna.

Svo er mér sagt, veit ekki um sannleiksgildið, að flestir vogunarsjóðir, sem tóku skortstöðu (hverja stöðu ég leyfi mér að kalla skotstöðu, líkt og veiðimaður tekur á bráð) séu bankarnir í einni eða annarri mynd.

Það kváðu vera einhverjir fjórir útlendir fírar en sjóðina sem taka stöðuna á okkur, eru eign landa okkar, þó svo að öngvir vilji við það kannast opinberlega en þessi staðreynd er höfð í flimtingum og til gamanmála í samkvæmum fjósakarla hinna nýju óðala.

Með kveðju friðarins

Bjarni Kjartanss
Miðbæjaríhaldið

Þráinn sagði...

Já, það eru ekki bara nöðrur sem er hættulegt að ala við brjóst sér.

Nafnlaus sagði...

Sorrí Bjarni, en þessi fullyrðing um að vogunarsjóðirnir með spákaupmennskuárásina séu tengdir bönkunum er einfaldlega rakalaus þvættingur. Þú virðist reyndar nokkuð ötull við að dreifa slíku níðskældarbulli um bankana hér á Eyjunni, hvað sem veldur.

Ég minni á að Sigurður Einarsson lagði fram kvörtun um framferði þessara sjóða við Fjármálaeftirlitið og hefur sjálfur farið fremstur í að nafngreina þá. Reyndar sá ég að fróðleiksfús bloggari hafði skoðað eigendahóp þessara sjóða og einn þeirra er í eigu norskra fyrrverandi hermanna, hvað sem það segir okkur.

kv.
Barton