miðvikudagur, 14. maí 2008

Djörf ályktun í Páfagarði



Þau ánægjulegu tíðindi berast nú frá Vatíkaninu að helsti stjarnvísindamaður í Páfagarði, síra Gabriel Funes, segir mögulegt að til séu viti bornar verur skapaðar af Guði annars staðar í geimnum.

Það er bæði djörf og bjartsýn ályktun að telja að einhvers staðar hljóti þær að leynast.






1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Í sömu anddrá gat geimvísindamaðurinn samt ekki stillt sig um að nefna ,,erfðasyndina", sem aðrar geimverur væru hugsanlega lausar við, þó hann gæti auðvitað ekki verið viss um það.

Drottinn m inn dýri, segi ég nú bara.

Balzac.