Formaður þingflokks Samfylkingarinnar Lúðvík Bergvinsson vill báknið burt og stingur upp á að leggja niður embætti Ríkislögreglustjóra og efla þess í stað hin ýmsu lögregluembætti á landinu.
BB dómsmálaráðherra er ekki hrifinn af þessu fikti í bákninu sem hann byggði og segir:
„Mér finnst afstaða hans illa ígrunduð og frekar einkennast af fordómum en rökum og hið sama á almennt við um afstöðu hans til lögreglumála.“
Afstaða BÍBÍs hlýtur að byggjast á rökum, þótt þau komi hvergi fram; meðan afstaða Lúðvíks er illa ígrunduð og einkennist frekar af fordómum en rökum.
Snilldarsvar hjá hinum djúpvitra dómsmálaráðherra og hljóðar svo á mannamáli: "Þú ert bara asni Lúðvík."
Hugsanleg málamiðlun í þessu máli gæti verið sú að embætti Ríkislögreglustjóra yrði lagt niður en hann fengi að halda búningnum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli