föstudagur, 16. maí 2008

Ef það virkar, láttu ógert að laga það!


Bönkunum virðist hafa tekist að telja ríkisstjórninni trú um að vandræði þeirra séu Íbúðalánasjóði að kenna, svo gáfulegt sem það nú er.


Alla vega tilkynna Geir og Ingibjörg Sólrún að nú standi til að lagfæra Íbúðalánasjóð.

Gleggri aðilar hefðu byrjað á ónefndri bankastofnun í eigu ríkisins.

Síðasta skoðanakönnun um Íbúðalánasjóð sýndi að um 80% þjóðarinnar vilja að stjórnmálamenn láti Íbúðalánasjóð í friði.

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þjóðarviljinn um framtíð Íbúðalánasjóðs!
http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/541451/

Alex Björn Stefánsson sagði...

86% samkvæmt þjóðviljanum. Það er næstum 90% þjóðarinnar.

Það er alveg rétt hjá þér að laga eitthvað sem virkar er heimskulegt. En svona er Samfylkingin tilbúinn að selja sig ódýrtt og samþykkja allt sem Sjálfstæðisflokkurinn segir.

Nafnlaus sagði...

Sjáðu nú til minn kæri rýnir.

Við sem erum svona tregir af Guði gerðir, að við skiljum ekki af hverju þarf að gera útaf við Íbúðalánasjóð, vegna þsess, að bankarnir hafi skitið upp á bak í íbúðalánastarfsemi sinni og lygimálum öðrum, erum bara kallaðir öfundarmenn, súrir og gamaldags, svo sem súrhey í turnum.

Þessir fjósamenn nútímans, af hverjum nályktin hefur tekið við af heiðalegri fjósalykt af forverum þeirra í griparekstrinum, verða að fá meira blóð, líkt og kvað vera um greifa einn af suðrænu bergi brotinn eða það var innihald allra myndana hér í denn, um þann grimma ,,Austantjaldsmann".

Love it Fjósalykt var einusinni sagt á bar hér niðri í Miðbæ

I DONT love hina nýju skítalykt.

Hef í raun skömm á svona aðferðum og ætla í því tilefni, að manna mig upp á fundinn í Valhöll í fyrramálið og rífa pínu kjaft. Tel mig orði eiga það inni hjá mínum ástkæra Flokki, ef marka má bommerturnar sem þar á bæ eru bakaðar okkur vinum okkar ástsæla Litla Jóns og annarra brauðstritara.

Með virðing og þökk fyrir plássið á síðu þinni.

(þó svo að ég hafi ekki enn lært að vera annað en nafnlaus í þínum bókum)
Bjarni Kjartansson
alias
Miðbæjaríhaldið

Þráinn sagði...

Ágæti Bjarni. Komdu ævinlega fagnandi og vertu velkominn sem Bjarni, nafnlaus eður Miðbæjaríhaldið. Allt eftir smekk og behag.

Nafnlaus sagði...

Íbúðalánasjóður er ekkert annað en síðasti ríkisbankinn rekinn af Framsóknarmönnum. Það er kominn tími til að moka þeim endanlega út.
Það er tvennt sem þarf að gera til að koma á stöðugleika í hagkerfinu hér. Í fyrsta lagi að breyta Íbúðalánasjóð og hins vegar að skipta um gjaldmiðil.
Það getur hvaða meðalgreindur hagfræðingur útskýrt fyrir ykkur hvernig Íbúðalánasjóður veldur tjóni í hagkerfinu hér.
IG

Þráinn sagði...

Ágæti IG, í Guðanna bænum ekki senda á mig hagfræðing - og allrasíst meðalgreindan.
Til að koma á stöðugleika í hagkerfinu hér þarf að stofna nýjan ríkisbanka sem getur aumkað sig yfir einkavæddu bankanna og keypt af þeim húsnæðislánin.
Og þegar og ef við komumst út úr þessari krísu getum við einkavætt nýja ríkisbankann á siðmenntaðan hátt með því að senda öllum eigendum hans hlutabréf í honum til frjálsrar ráðstöfunar.

Nafnlaus sagði...

Væri ekki rétt að láta Samfó finna fyrir vilja okkar og biðla til Óla um að synja staðfestingu laganna.
Þau voru svo yfir sig hrifin af honum vegna fjölmiðlalaganna. Þetta er miklu meira hagsmunamál fyrir okkur alþýðunna heldur en fjölmiðlalögin.
Á ekki fjöldinn og hagsmunir hans að ráða þótt Samfó sé komin í stjórn?

Þráinn sagði...

Ágæti nafnlaus, ég veit ekki hvort Samfylkingin les bloggið mitt en hér reyni ég að láta vilja minn koma fram.
Fyrir utan þetta hef ég tækifæri til að koma fram pólitískum vilja mínum á 4 ára fresti með því að skrifa bókstafinn X við listabókstaf einhvers stjórnmálaflokks sem "gengur óbundinn til kosninga" - óbundinn af vilja kjósenda.
Sama á við um vilja minn í sveitarstjórnarmálum og ég get fullvissað þig um að stjórnarhættir í höfuðborginni nú og undanfarna áratugi hafa ekki verið í mínu umboði.

Nafnlaus sagði...

Ég bið forláts. Meiningin var ekki sú að Samfó sæti í þínu skjóli í ríkisstjórn. Það hefur aldrei hvarflað að mér. Ég var nú bara að stinga uppá því að efna til mótmæla og þannig hafa áhrif á undirskrift forsetans. Þegar þar að kemur og nota tímann til undirbúnings.
Samfó var mjög hrifin af slíkum vinnubrögðum hér um árið og fagnaði þegar vilji fólksins fékk að ráða. Ætli það hafi nokkuð breyst?

Þráinn sagði...

Ég veit ekki hvort ég þori að mótmæla á götum úti.
Ég er hræddur við gas og kylfur, rafmagnsbyssur og reið og frávita ungmenni, einkum ef þau eru í einkennisbúningum.

Nafnlaus sagði...

....ef við hefðum nú meðalgreindan hagfræðing í seðlabankanum!

Þráinn sagði...

Það er sjaldnast hásetunum að kenna þegar skip stranda.