miðvikudagur, 7. maí 2008

Búktalsdúkka eða forseti?


Í dag tekur Dmitrí Medvedev við embætti forseta Rússlands. Hann verður þriðji forseti landsins frá því að Ráðstjórnarríkin liðuðust sundur árið 1991.

Á þessari stundu er búist við að Vladimír Pútín fráfarandi forseti og verðandi forsætisráðherra haldi áfram að fara með hin raunverulegu völd í landinu en hann tekur við embætti forsætisráðherra.

Gert er ráð fyrir að Medvedev sé þakklátur Pútín fyrir upphefð sína og muna lúta vilja hans í stjórnarsamstarfinu, á svipaðan hátt og Framsóknarflokkur og Samfylking hafa þakkað Flokknum sem öllu ræður fyrir að fá að opinbera stöðuhækkun í stjórnkerfinu.

Það á þó eftir að koma í ljós hvort Medvedev er búktalaradúkka eða raunverulegur stjórnmálamaður.

Engin ummæli: