Stundum les maður svo skemmtilegar fréttir á Netinu að manni finnst lífið dásamlegt.
Nú er svo komið í sjónvarpi að þáttagerðarfólk er búið að gefast upp á að tala við fólk utan úr bæ og búið að kalla í staðinn í sálfræðing til að ræða um vandamál sem fylgja því að tala við fólk í sjónvarpi.
Það virðist sem fleiri en stjúpa Mjallhvítar geti farið yfir um á því að vera upptekin af sjálfri sér. Bráðum verður farið að tala um "Stjúpumjallhvítarheilkennið".
Samanber eftirfarandi frétt á visir.is:
„Ég get sagt þér það að við verðum saman með þátt annaðkvöld á ÍNN og gestur þáttarins er sálfræðingur til að ræða við okkur um samskipti. Við erum svo ólíkar og þátturinn hefur þróast í þá átt að við vitum ekkki alveg hvort okkur líður nógu vel með þetta," segir Ásdís Olsen sem sleit samstarfinu við Kolfinnu Baldvins í beinni útsendingu í síðustu viku.
„Allir virðast hafa horft á þennan þátt og fólk er að taka afstöðu og hringja og senda okkur tölvuskeyti. Það virðast vera til stuðningslið um okkur. Fólk hefur allavegana tilhneigingu til að taka afstöðu. Sumir halda með Kolfinnu og aðrir með mér. Við erum staddar í raunveruleikaþætti og það eru að gerast hlutir sem enginn sá fyrir."
„Allir virðast hafa horft á þennan þátt og fólk er að taka afstöðu og hringja og senda okkur tölvuskeyti. Það virðast vera til stuðningslið um okkur. Fólk hefur allavegana tilhneigingu til að taka afstöðu. Sumir halda með Kolfinnu og aðrir með mér. Við erum staddar í raunveruleikaþætti og það eru að gerast hlutir sem enginn sá fyrir."
Engin ummæli:
Skrifa ummæli