miðvikudagur, 7. maí 2008

Varðstaða Seðlabankans


Seðlabankinn virðist hafa fengið skyndilega áhuga á að halda upp vörnum fyrir íslenskt efnahagslíf og sendir stjórnvöldum varnaðarorð vegna fyrirætlana um að hækka persónuafslátt og lækka tekjuskatt fyrirtækja við núverandi efnahagsaðstæður. Samkvæmt fréttum RÚV OHF.

 

Þótt það sé að sínu leyti lofsvert að Seðlabankinn telji sig aflögufæran með góð ráð og ábendingar varðandi efnahagslífið hlýtur frammistaða bankans að undanförnu að vera ríkisstjórninni hvatning til að gera þveröfugt við það sem Seðlabankinn ráðleggur.

 

Varnartilraunir Seðlabankans hafa reynst fremur haldlitlar til þessa, en það er samt notalegt til þess að vita að Seðlabankinn skuli vera vel á verði.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Við getum öll lært af nægjusemi efnahagsundrabarnsins í Seðlabankanum (lesið eftirfarandi slóðir í þessari röð):

http://ruv.is/heim/frettir/frett/store63/item54883/

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2007/06/06/samthykkt_ad_haekka_laun_sedlabankastjora_um_200_00/

http://svennip.blog.is/blog/sveinn_palsson/entry/529972/

Nánar um snautleg eftirlaun Davíðs og Ingibjargar Sólrúnar og Halldórs og Steingríms J. og annars virðingarfólks má svo lesa í dv. 28. apríl sl.

Rómverji

Nafnlaus sagði...

Er þetta mynd af Svarta-Lofti þegar hann var ungbarn?

Snemma beygist krókurinn...

Þráinn sagði...

Ágætu nafnlaus og Systa.
Efnahagsundrabarnið Svarti Loftur hefur marga strengi á hörpu sinni.