fimmtudagur, 15. maí 2008

Báknið burt!




Góð þessi nýja reglugerð hjá BB að neita fólki sem hefur meiri laun en 133 þús á mánuði um gjafsókn, því að auralaust fólk á ekki að vera að þvælast í réttarsölum - nema þá sem sakborningar.

Við þetta sparast tími og peningar. Tímanum geta dómarar varið til að rækta tengsl sín við Flokkinn sem skipaði þá í embætti. Peningunum getur dómsmálaráðherrann varið í að kaupa hergögn handa sérsveitinni.

Ennþá betra hefði þó verið að hann hefði ákveðið að leggja niður hið fáránlega embætti Ríkislögreglustjóra.

Munum kjörorðið: Báknið burt!

(Myndin sýnir húsakynni Mannréttindadómstóls Evrópu í Strasbourg en þangað hafa ýmir Íslendingar neyðst til að leggja leið sína).

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst að það eigi að skipa Þráinn Bertelsson í embætti ríkisögreglustjóra. Og best væri ef Jónas Kristjánsson yrði vararíkislögreglustjóri, eða öfugt. Þá yrði þjóðin fyrst vör við hvernig á að reka lögreglu í landinu. Báðir þessir menn hafa lengi haft ákveðnar skoðanir á því hvernig lögreglan á að starfa og þó sérstaklega hvernig hún á ekki að starfa.

Mér finnst þetta svo borðliggjandi.

Þráinn sagði...

Takk fyrir traustið, nafnlaus minn. Ég veit ekki með Jónas en mér finnst ég vera orðinn nokkuð fullorðinn til að ganga í lögregluna. Og ef ég gerði það vildi ég helst vera óbreytt götulögga í grenndargæslu en ekki borðalögð fígúra með stórmennskuæði.

Nafnlaus sagði...

Eitthvað var BB að vísa til sakamála í fréttum á stöð2.

Hvað ætli hann sé búinn að kosta ríkið í heild?
Ríkislögreglan hefur þróast eftir skipunum frá Valhöll. Flóknara er það ekki.

Nafnlaus sagði...

Þetta var einhverskonar leikritastýrð upptaka hjá þeim fannst mér.
Ætli stöð 2 fái sérstaklega borgað fyrir að hjálpa BB?