Góð þessi nýja reglugerð hjá BB að neita fólki sem hefur meiri laun en 133 þús á mánuði um gjafsókn, því að auralaust fólk á ekki að vera að þvælast í réttarsölum - nema þá sem sakborningar.
Við þetta sparast tími og peningar. Tímanum geta dómarar varið til að rækta tengsl sín við Flokkinn sem skipaði þá í embætti. Peningunum getur dómsmálaráðherrann varið í að kaupa hergögn handa sérsveitinni.
Ennþá betra hefði þó verið að hann hefði ákveðið að leggja niður hið fáránlega embætti Ríkislögreglustjóra.
Munum kjörorðið: Báknið burt!
(Myndin sýnir húsakynni Mannréttindadómstóls Evrópu í Strasbourg en þangað hafa ýmir Íslendingar neyðst til að leggja leið sína).
4 ummæli:
Mér finnst að það eigi að skipa Þráinn Bertelsson í embætti ríkisögreglustjóra. Og best væri ef Jónas Kristjánsson yrði vararíkislögreglustjóri, eða öfugt. Þá yrði þjóðin fyrst vör við hvernig á að reka lögreglu í landinu. Báðir þessir menn hafa lengi haft ákveðnar skoðanir á því hvernig lögreglan á að starfa og þó sérstaklega hvernig hún á ekki að starfa.
Mér finnst þetta svo borðliggjandi.
Takk fyrir traustið, nafnlaus minn. Ég veit ekki með Jónas en mér finnst ég vera orðinn nokkuð fullorðinn til að ganga í lögregluna. Og ef ég gerði það vildi ég helst vera óbreytt götulögga í grenndargæslu en ekki borðalögð fígúra með stórmennskuæði.
Eitthvað var BB að vísa til sakamála í fréttum á stöð2.
Hvað ætli hann sé búinn að kosta ríkið í heild?
Ríkislögreglan hefur þróast eftir skipunum frá Valhöll. Flóknara er það ekki.
Þetta var einhverskonar leikritastýrð upptaka hjá þeim fannst mér.
Ætli stöð 2 fái sérstaklega borgað fyrir að hjálpa BB?
Skrifa ummæli