fimmtudagur, 1. maí 2008

Löggan vill stuð upp á líf og dauða


Landsþing Landssambands lögreglumanna krefst þess að “öllum lögreglumönnum verði útvegað Taser-valdbeitingartæki sem allra fyrst,” að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag.


Það er hörmulegt og sorglegt þegar lögreglumenn slasast eða eru slasaðir við skyldustörf sín. Rafbyssur eru samt ekki slysavarnatæki heldur lífshættuleg tól sem hafa drepið fjölda manns í mörgum löndum. 

Lögreglumönnum er heimilt að bera skotvopn þegar aðstæður réttlæta slíkan vopnaburð.

Engu að síður eykur allur vopnaburður hættuna á því að vopnum sé beitt - sem dregur ekki úr slysahættu við löggæslu. 

Hin almenna lögregla í landinu er alls góðs makleg og aukin notkun drápstóla við almenna löggæslu mun hvorki auka vinsældir hennar meðal almennings né draga úr slysahættu.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fæ kuldahroll við tilhugsunina um unglingsstráka, í andlegu ójafnvægi og íklædda löggubúning, munda slíkar græjur.

Nafnlaus sagði...

Skelfilegt að þeir séu að ásælast þessi drápstæki.
Lögreglan hér á landi hefur haft gott orð á sér sem vinur almennings. Börnunum er kennt þetta í skolanum. En dóttir mín er núna hrædd við lögregluna eftir að hún sá brot úr fréttunum frá aðgerðunum gegn vörubílsstjórunum. Sorglegt

KV Agnes

Nafnlaus sagði...

eftir að hafa horft á aðgerðir við suðurlandsveg segir maður bara "guð hjálpi okkur"

Þráinn sagði...

En ágætu pjotr, Agnes og Snorri, kannski eru þessar rafmagnsbyssur nauðsynleg og meinlaus tæki til að halda uppi aga. Kannski verða allir kennarar komnir með stuðbyssur í staðinn fyrir kennaraprik - ef harkan heldur áfram að aukast í þjóðfélaginu. Hvaðan kemur þessi ofbeldisdýrkun yfirvalda? Er þetta Bruce Willis-myndunum að kenna?