Sjávarútvegsráðherra: Hvalveiðiákvörðun skerpir ástir í stjórnarsamstarfinu
Í stað þess að láta sér duga hlutverk þorpsfíflsins í ríkisstjórninni virðist sjávarútvegsráðherra nú þyrsta í að taka að sér hlutverk “Ironmaster” í hinum einkennilega BSDM-leik Flokksins við Samfylkinguna.
þriðjudagur, 20. maí 2008
Vill gerast Ironmaster?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Ég held, að nú sé í raun kominn tími til, að lesa aftur bókina Ástir samlyndra hjóna.
Veit ekki enn, hvaða gleraugu ég á að brúka en látum svo vera.
Naflausi Bjarni
Íhald m.m.
Ég hef, sumpart af reynslunni og sumpart vegna aukinnar vitneskju, sannfærst um að eðlileg og jákvæð þróun mannshuganna sé frá grófu til fíngerðara. Frá hvatvísu lífi órangútans til göfugra lífs hærra vitundarástands. Þessvegna held ég að það dugi ekki að segja, "við Íslendingar höfum alltaf nýtt okkur til matar kjöt af öllum þeim dýrum sem við höfum komist í færi við og eigum þessvegna að halda þeim lífsstíl áfram."
En gegn ofangreindum rökum má benda á að það sem okkur mannfólkinu skortir mest er ekki kjöt heldur lífshamingja. Til að öðlast hana verðum við að lifa jafnvægisfullu lífi. Einn þátturinn í því, samkvæmt minni þekkingu eða skoðun, er að nota frekar vitundarlega lægra þróuð lífsform til fæðu en þau sem lengra eru komin í vitundarlegri þróun, ef nokkur kostur er. Maðurinn hefur t.d. mun þróaðra og flóknara innkirtlakerfi en allar aðrar lífverur á jörðinni.
Heilinn og taugakerfið eru eins og millistykki á milli huga og líkama.
Innkirtlakerfið samanstendur af fjölda kirtla sem hver og einn gefur frá sér sérstakan hormón. Svokallaðar tjáningarrásir hugans eru tengdar sálrænum orkustöðvum og eru sjö hjá manninum. Hver tjáningarrás tjáir ákveðna tilfinningu, t.d reiði, ótta, samúð. gleði. Og þegar hugurinn tjáir þessar tilfinningar, setur hann af stað bylgjuhreyfingu sem lætur innkirtlakerfið dæla ákveðnum skömmtum af hormónum út í blóðið.
Því vitundarlega víðari og þróaðri sem hugurinn er því meir er hann innstilltur á jákvæðari tilfinningar.
Neysla kjöts dregur úr hæfni hugans til að víkka sig út fyrir neikvæðar tilfinningar. Sama gildir um þá hegðun mannsins sem er andstæð þeim lögmálum sem ráða hans vitundarlegu framvindu.
Í stuttu máli ef við viljum lifa tilfinningalífi órangútans, þá er upplagt að drepa hvali og neyta afurða þeirra. Best væri þá líka að reyna að hverfa aftur inn í frumskóginn.
Einhverjum kann að finnast þetta öfgar. Það eru það kannski út frá sjónarhóli vanabundins manns. En framþróun okkar felst m.a. í því að slíta af okkur hlekki vanans. Og til að öðlast frið þarf að berjast.
Með kveðju,
Guttormur Sigurðsson
Blessaður Guttormur. Takk fyrir athyglisvert innlegg.
Sjálfur er ég ekki alveg viss umhvar ríkisstjórnin er stödd í þróunarferlinu sem þú lýsir "Frá hvatvísu lífi órangútans til göfugra lífs hærra vitundarástands". Ég sé ekki hina "heiðarlegu" hvatvísi orangútansins né heldur "göfugt líf hærra vitundarástands".
Kannski stjórnin hafi lent út af sporinu.
Skrifa ummæli