sunnudagur, 4. maí 2008

Lýðræði í stað flokksræðis? Þjóðaratkvæði um ESB?


Það er alveg stórmerkilegt að stjórnmálaflokkur skuli hafa komist að þeirri niðurstöðu að þjóðin sjálf eigi að ráða því hvort Íslendingar sæki um aðild að Evrópusambandinu. 


Framsóknarmenn hafa nú tekið af skarið og sett fram þá byltingarkenndu hugmynd að leyfa þjóðinni að ráða.

Í sjálfu sér er ekki ólíklegt að fleiri stjórnmálaflokkar gætu séð sér hag í því að lágmarka innanflokkserjur með því að skjóta Evrópusambandsmálinu til þjóðarinnar. 

Hitt er þó líklegra að þegar forustumenn stjórnmálaflokkanna hafa náð að hugsa málið betur komist þeir að þeirri niðurstöðu að óráðlegt sé að skjóta þessu máli í dóm þjóðarinnar. 

Það gæti skapað hættulegt fordæmi og komið þeirri hugmynd á flot að þjóðin sé orðin myndug og eigi að ráða sér sjálf - sem gæti orðið slæmt fyrir stjórnmálaflokkana sem hafa hugsað að sér að vera forræðisaðilar þjóðarinnar um ókomna tíð og endurnýja vægast sagt mjög óljóst umboð - skuldbindingalaust - á fjögurra ára fresti.

Þessi byltingarkennda hugmynd gæti leitt til breytts þjóðskipulags, lýðræðis í stað flokksræðis.

Engin ummæli: