Í stað gulls eða gjaldeyrisforða ætti Seðlabankinn að taka til athugunar að fjárfesta í góðri list.
Núna í vikunni var mynd eftir Lucien Freud (sem er afabarn gamla Sigmundar) seld fyrir 33,64 milljónir dollara.
Myndin heitir "Félagsmálafulltrúi fær sér blund" ("Benefits Supervisor Sleeping") og var máluð árið 1995.
Á viðskiptamáli hafa málverk Freuds sýnt frábæra ávöxtun, betri en olía og gull samanlagt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli