laugardagur, 17. maí 2008

Málefnaleg stjórnmálaumræða


Ég er svona heldur sammála Geiri forsætisráðherra um að það sé lítið varið í gagnrýni nema hún sé verulega góð - en þar tala ég náttúrlega sem rithöfundur en ekki sérfræðingur í efnahagsmálum og einn af leiðtogum þjóðarinnar.


Hvað gagnrýni í efnahagsmálum viðkemur er Geir miklu hortugri en ég gagnvart bókmenntafræðingum því að hann segir að "þeir sem gagnrýni aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum aðhyllist gamaldags hugsunarhátt."

Þetta er það hæsta sem alvarleg stjórnmálaumræða á Íslandi hefur náð að rísa á undanförnum mánuðum, og það langmálefnalegasta sem frá ríkisstjórninni hefur komið í langan tíma.


2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Geiri kallinn er eitthvað önugur þessa dagana - - en þú mátt ekki gelyma að menn tala öðruvísi við þá sem eru "innmúraðir og sanntrúaðir" - "safnaðarmeðlimir" . . . . Þetta hefur líklega ekkert átt að vera fyrir almenning . . .

Þráinn sagði...

Nú? Þurrkaði Kjartan fingraförin af glasinu í fundarlok?