þriðjudagur, 27. maí 2008

Nokkur óhjákvæmileg bannorð til að koma í veg fyrir "hneyksli og "einelti"


“Einelti” og “hneyksli” voru orðin sem forsætisráðherra notaði í þættinum “Ísland í dag” um það nýmæli sem Stöð 2 hefur tekið upp í fréttamennsku á Íslandi, sem sé að minna stjórnmálamenn og flokka á kosningaloforð þeirra eins og að afnema EFTIRLAUNAÓSÓMANN og spyrja um efndir. (Þátturinn "Ísland í dag" verður héðan í frá að sjálfsögðu sendur út undir nafninu "Ísland 1984").

Ef þessu “hneyksli” fer ekki að ljúka og “eineltið” heldur áfram má gera ráð fyrir því að lög verði sett sem banni fjölmiðlum og almenningi að taka sér í munn orð eins og EFTIRLAUNAÓSÓMI, KOSNINGALOFORÐ, HVENÆR, AF HVERJU og ekki verði leyft að fjalla um stjórnmálamenn yfirleitt og Ingibjörgu Sólrúnu sérstaklega nema í jákvæðu samhengi. Einnig verður bannað að taka sér í munn orðin SEÐLABANKI, ÓHÆFUR og 500 MILLJARÐA NEYÐARLÁN TIL AÐ BJARGA RASSGATINU Á BÖNKUNUM OG DAVÍÐ ODDSSYNI.

Áfram verður þó heimilt að strá blómum fyrir fætur formanns Samfylkingarinnar og skrifa lofgreinar í Blaðið um formann Flokksins. Sömuleiðis verða drottningarviðtöl leyfð við þessa aðila.

Að öðru leyti verður tjáningarfrelsi ekki skert – að sinni.

P.S. Í athugun er einnig að banna að minnast á Árna Mathiesen, Grímseyjarferju, Keflavíkurflugvöll, Steina litla Davíðs, hvalveiðar og Vestfjarðaviðundrið Einar sjávarlandbúnaðarráðherra.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ingibjörg Gísladóttir og Geir Haarde eru ekki síður frumstæðir stjórnmálamenn en Pútín.

Hann rak ritstjóra blaðs sem fjallaði um framhjáhald hans og ungrar þingkonu. Þvínæst var blaðið lagt niður. Að lokum voru sett lög sem bönnuðu slúður um ráðamenn.

Eftirlaunaósóminn hinn nýji, sem Ingibjörg boðar, verður vonandi til þess að fólk sjái gegnum falsið og óheilindin. Sjái að jafnréttishugmyndir formanns samfylkingarinnar ná ekki lengara en að hennar eigin buddu.

Rómverji

Nafnlaus sagði...

Það er líka í athugun að fá þekktan kvikmyndaleikstjóra að gera myndina -Stjórnmálalíf- en þau Solla og Geiri mega leika, a.m.k. koma fram. Geiri setur fram kröfu að Hilmir Snær leiki sig. Kveðja úr kredsunni...gb

Þráinn sagði...

Rómverji, líkindin með Pútín eru ekki fjarri lagi, Þótt kollegar stjórnmálamanna séu skúnkar eru þeir samt kollegar.
Gísli, gaman að heyra af þessari nýju Stjórnmálalífsmynd. Mér finnst Britney Spears eins og fædd í hlutverk Ingibjargar Sólrúnar; hún var vinsæl dúlla hér áður fyrr en í staðinn fyrir að fullorðnast breyttist hún í athyglissjúkan einstakling sem kann ekki fótum sínum forráð og er of paranojd til að treysta á handleiðslu og hlusta á annað fólk.

Nafnlaus sagði...

Ég á svo ofboðslega bágt.

Ég átti einusini Flokk, sem hafði hjarta sem sló í takt við hjarta venjulera brauðstritara, þegar þeir vori í stuði.

Nú er hjarta þess fyrrum ástsæla Flokks hljóðnað en suðið af einhverju, sem fengið er á kaupleigu úr Wall-Street, gyllt að lit en óekta eins og flest sem þaðan kemur.

Nú er formaður þessa Flokks farin að keppa við konu, sem lætur strá Rósarblöðum að fótum sér og eiginmanns síns á tröppur, sem liggja ,,niður" að fylgjendum/ trúarsöfnuðinum. um fíflaskap.

Setur lög um, að bankar og ríkir menn, þurfi EKKI að greiða skatta af gróða af hlutabréfum bara vegna þess, að það hafi verið hægt að ,,geyma" að greiða svoleiðis skatta EN Gunna litla, sem steikti Kleinur fyrir basarinn sinn og seldi vinkonu sinni, sem rekur hannyrðabúð með bróderíi, -með kaffinu fyrir viðskiptavinina, sem koma innúr hríðarkófinu til að handleika hlyja góbelín púðana.

Boði er ofanaf Gunnu, þar sem hún ,,geymdi" að borga skatt af gróðanum en Lögfróðir fulltrúar -lögfróðara Skattstjóra, segja að hún hafi ,,GLEYMT" að borga en ekki ,,GEYMT" líkt og ríka Bogensen liðið, hvað það nú allt heitir.

Sumsé, ég á bágt, Flokkurinn minn er annaðhvort umbreyttur, ég fullur, foringjarnir Galnir Gýjum eða bara 1984 komið yfir okkur alla svona óforvarendis.

Ætli þetta mætti flokka undir einelti?

Skyldi þetta vera einhverskonar ,,hneyksli"?

Spurnignarnar eru margar, en svörin fá.

Líkt og þegar eftirlifendur horfa á rústir borgar eftir hamfarir

AF HVERJU????????????????

Bjarni nafnlausi, Miðbæjaríhaldið brátt -Flokklaust.

Hripað á síðu manns sem að líkum er jafn eignalaus og ég, eftir að búið er að slá lán útá allt góssið okkar,---til að redda rass...... á plögurum okkar og sér-reglna ofur-yfirstétt, án tenginga.

Nafnlaus sagði...

Fréttastofa Stöðvar 2 var eyðilögð þegar Steingrímur Ólafsson var ráðinn þar inn. Þetta eftirlaunafréttarugl sem Stöð 2 stendur fyrir er bara framhald á þeim ömurlegu spunaæfingum sem hann stóð sífellt í þegar hann vann fyrir Halldór Ásgrímsson.
Steingrímur hefur 'agenda' og engan trúverðugleika og því miður fylgir fréttastofan með. Svo einfalt er það!

IG

Þráinn sagði...

Því einfaldari sem hlutir eru þeim mun auðveldara á að vera að rökstyðja þá.
Nafnlaus fullyrðing sem klykkir út með "svo einfalt er það" er ekki trúverðug.

Nafnlaus sagði...

Vill ekki Geir að borgarstjórinn fái að vera í friði líka.

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir að blogga!