þriðjudagur, 13. maí 2008

Hættulaust valdbeitingartæki fyrir margar stéttir

"Lítil hætta fylgir rafbyssum"

Íslenskir lögreglumenn vilja að svokallaðar rafbyssur verði hluti af varnarbúnaði þeirra. Íslandsdeild Amnesty International leggst gegn rafbyssum, meðal annars vegna hættu á misnotkun og fjölda dauðsfalla þar sem byssurnar koma við sögu, að sögn samtakanna.

Steinar Adolfsson, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna, var gestur á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.

,,Það er vilji meðal lögreglumanna að þetta valdbeitingatæki verði tekið uðpp. Það vill nú orft verða þannig að umræðurnar fara um víðan völl. Það sem við höfum hvatt til hjá Landsamsambandinu er að fólk
kynni sér þetta tæki."

EF ÞETTA "VALDBEITINGARTÆKI" ER FULLKOMLEGA ÓSKAÐLEGT OG HÆTTULAUST ER EKKI NEMA RÉTT AÐ FLEIRI EN LÖGREGLUÞJÓNAR FÁI SVONA ÚTBÚNAÐ, TIL DÆMIS:

Þingflokksformenn, flugfreyjur, kennarar, innheimtumenn, dyraverðir, landverðir, stefnuvottar, veitingaþjónar, borgarstjórinn í Reykjavík, stöðumælaverðir, konur og bókaverðir. Bara svona til að byrja með.

13 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Um leið og lögreglan fær svonalagað í hendurnar er fullvíst að ansi hreint margir sjá sér hag í að vopnast. Mun draga feitan dilk eftir sér.

Nafnlaus sagði...

Úr því að þetta "tæki" (vopn) er svona skaðlaust ætti að vera lítið mál að fá hæstvirtann Dómsmálaráðherra, Ríkislögreglustjóra og Yfiraðmírál Íslenska hersins og fl. til að prófa þetta á eigin skinni í beinni útsetningu.

Þráinn sagði...

Það er ekki alveg út í bláinn að ég vil ekki að löggan fái þetta í hendur. Ég kynnti mér "taser" sem valdbeitingartæki þegar ég var að skrifa glæpasögu sem heitir Englar dauðans. Niðurstaðan úr þeirri rannsókn var sú að þeir sem beita taser segja að þetta sé fyrirtaks áhald, en þeir sem verða fyrir því segja að þetta sé mjög slæmt - eða þá þeir segja ekki neitt af því að þeir eru dauðir.

Nafnlaus sagði...

Tek undir með Pjotr.
Prófa þetta fyrst á þeim sem fullyrða vopnin séu skaðlaus.

Í maí mánuði 1990 reyndi landbúnaðarráðherra Breta, John Gummer, að neyða fjögurra ára dóttur sína til að éta hamborgara í beinni útsendingu. Þetta var þegar "Mad Cow" sjúkdómurinn var í hámarki.
Það kallast að vera trúr málstaðnum!

:-)

Nú er bara að finna börn nokkurra yfirmanna lögreglunnar og hefja prufur á rafbyssum!

Þráinn sagði...

Kæri Baldur. Þótt það komi fyrir að breskir stjórnmálamenn prófi á sér og sínum hvaða afleiðingar ákvarðanir hafa þá er það alveg óþekkt á Íslandi. Svo að dómsmálaráðherrabörnin eða lögreglustjórabörnin eru sem betur fer ekki í lífshættu.

Nafnlaus sagði...

Ég held þeir ættu að byrja á því að fjölga í lögreglunni og spá seinna í að kaupa tæki og tól til berja á lýðnum.

Þráinn sagði...

Ágæti nafnlaus. Þetta held ég að sé góð hugmynd. Hin almenna löggæsla hefur gleymst og nú vilja almennir lögreglumennn fá að taka þátt í vopnagloríunni með sérsveitarliðinu.
Kylfur, skammbyssur og handjárn nægja í flestum tilvikum. Sæmi rokk beitti reyndar yfirleitt fortölum í baráttunni, en það er ef til vill ekki í samræmi við tíðarandann sem vill "valdbeitingarverkfæri" strax.

Nafnlaus sagði...

Sæll Þráinn. Það er munur á hættulaus og hættulítill. Miðað við það sem ég hef kynnt mér um þessi tæki, þá er Taser hættuminni en önnur verkfæri sem lögreglan notar. Það er villandi í umræðunni að nefna fjölda atvika þar sem fólk hefur látist en nefna ekki þennan fjölda í hlutfalli við notkun.

Þær töflur sem ég hef séð á samanburði milli valdbeitingaaðferða þá verða fæst slys á handteknum með Taser. Mun fleiri slasast af völdum kylfa og maseúða. Hvað þá í handalögmálum við lögreglumenn. Hvað myndir þú vilja láta nota á þig?

Ég skil ekki fólk sem vill meina lögreglumönnum um þau tæki sem þeir telja best að nota við vinnuna sína. Við gerum kröfur um að þessir menn mæti vopnuðum, útúrdópuðum steraboltum en viljum ekki að þeir hafi verkfærin sem tryggja öryggi þeirra

Ég held að flestir vitibornir geri sér grein fyrir því að svona tæki yrði aldrei notað nema við hættulegustu aðstæðurnar. Það er ekki verið að tala um að nota þetta á þá sem leggja ólöglega. Miðað við hvernig þetta efur verið kynnt þá er þetta eina tækið sem löggan notar sem skráir alla notkun.

Ég heyri, í dag, lítið talað um að meisið sé hættulegt en fyrir um það bil 15 árum var nákvæmlega sama umræða í gangi um meisið. Þá hömuðust mannréttindsamtök í lögreglunni og sögðu að meisið væri búið að drepa hundruði manna.

Ef Taser væri eins hættulegt tæki og af er látið, ættu dauðföll við handtökur að hafa margfaldast miðað við aukna notkun þeirra en staðreyndin er sú að dregið hefur úr dauðsföllum. Hvernig skýra menn það?

Nafnlaus sagði...

Það er búið að afhjúpa þig, kallinn minn:

"Og það er líklegt að þeir sem hafa yfirgnæft umræðuna um Taser valdbeitingartækið séu akkúrat þeir sem eru stundum í þeim aðstæðum að tækið yrði jafnvel notað gegn þeim."

http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?radnr=1213677

Rómverji

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Þráinn sagði...

Ágæti nafnlaus. Þakka þér fyrir að koma með þessi sjónarmið inn í umræðuna. Ég skil þau mjög vel. Þú segir m.a.: Ég held að flestir vitibornir geri sér grein fyrir því að svona tæki yrði aldrei notað nema við hættulegustu aðstæðurnar."
Hvað sem vitibornu fólki líður þá er þetta einmitt það sem hefur gerst alls staðar annars staðar. Fólk hefur verið skotið niður með taser af fáránlega litlu - eða engu - tilefni. Lífsreynsla mín segir mér að Íslendingar yfirleitt séu ekki vitibornari en aðrar þjóðir.
Til að takast á við "hættulegar aðstæður" höfum við sérsveitina sem kemur jafnvel á vettvang þegar fyllirútar læsa sig inni á klósettum. Ég og ótal margir aðrir löghlýðnir borgarar þessa lands vildum heldur að brugðist yrði við "hættulegum aðstæðum" með því að fjölga í hinni almennu lögreglu en fækka að sama skapi í sérsveitum og greiningardeildum.
Það má gjarna fylgja með að mér finnst nákvæmlega sama gilda um meis-úðann sem síðast var notaður lögreglunni til vafasamrar vegsemdar uppi við Rauðavatn um daginn.

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Þráinn sagði...

Það er öllum velkomið að skrifa athugasemdir á þessa síðu, helst undir nafni. Nafnlausar dylgjur og dónaskap fjarlægi ég eins og hver önnur óhreinindi.