föstudagur, 2. maí 2008

Fingur Jóhönnu

Samfylkingin tapar sjö prósentastiga fylgi milli mánaða, samkvæmt nýrri könnun Capacent. Stuðningur við flokkinn mælist nú 26% en var 33% í mars og 35% í febrúar. Fylgi við Sjálfstæðisflokkinn helst í 37% en stjórnarandstöðuflokkarnir sækja allir í sig veðrið, mest VG.


Langlundargeð og skapstilling þjóðarinnar (með fáeinum undantekningum) kemur alltaf jafnmikið á óvart.

Miðað við loforð og efndir ætti Samfylkingin að vera komin niður í 10% eða fanatískasta aðdáendahóp Ingibjargar Sólrúnar - en það er Jóhanna Sigurðardóttir sem nær að fresta fylgishruninu. Hún er eins og litli drengurinn í Hollandi sem rak puttann í gat á flóðgarðinum

Sjálfstæðisflokkurinn ætti að vera vel yfir 50% fyrir hversu fagmannlega hefur tekist að þjálfa nýja starfsliðið - ef Geir vissi í hvora löppina hann ætlar að stíga heima hjá sér í Valhöll.


5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ráðherrar samfylkingarinnar hafa staðið sig illa, að undanskildri Jóhönnu Sig. Samfylkingin verður að fara í gegnum endurnýjun, Össur og Kristján Möller verða að fjúka strax. Það er samt alveg með ólíkindum að hæfileikaleysi sjálfstæðisráðherranna skuli ekki leiða til minnkandi fylgis Sjallanna? Geir, Gunnlaugur, Árni Matt, Þorgerður....

Nafnlaus sagði...

Þetta snýst ekki um langlundargeð og skapstillingu. Lunginn af stuðningsmönnum Samfylkingarinnar hafa bara þá greind til að bera að átta sig á því að hér er ekki lengur miðstýrt lokað kerfi eins og var fyrir 30 árum. Þar af leiðandi þýðir ekkert að tapa sér og fara á taugum. Á meðan stormurinn er sem verstur þýðir ekkert að láta eins og fífl og hlaupa út í hann.
IG

Þráinn sagði...

Nafnlaus2. Ekki lengur miðstýrt, lokað kerfi eins og fyrir 30 árum! Og þar af leiðandi þýðir ekkert að láta eins og fífl og hlaupa út í storminn.
Þú ert að grínast!
Eða ferðu reglulega í heilaskolun?

Nafnlaus sagði...

Það má samt ekki gleyma að Björgvin G. Sigurðsson virðist standa sig vel. Hins vegar var auðvitað eitt kosningaloforðanna að fækka í stjórnarráðinu... Kominn tími á það?

Nafnlaus sagði...

Jón Baldvin yfir Jóhönnu og hennar fingur.

Gamli Alþýðuflokkurinn væri ágætur.