laugardagur, 17. maí 2008

Kynlífssjálfboðaliða vantar á Listahátíð


Kynlífsgjörningur í uppnámi


Eitt af athyglisverðari atriðum Listahátíðar Reykjavíkur í ár er sambræðingur kynlífsráðgjafans Dr. Ruth og „ömmu gjörningalistarinnar“ Marinu Abramovic frá fyrrverandi Júgóslavíu. Gjörningur þeirra er hluti af Tilraunamaraþoni hátíðarinnar og fer fram á sunnudag í Listasafninu. Eitthvað hefur þeim gengið illa að ná saman um hvernig verkið eigi að vera og á föstudag var gjörningurinn í uppnámi og þær höfðu náð litlu sem engu samkomulagi.

Þetta stendur í Mogganum. Verst að Guðmundur í Byrginu skuli vera illa fjarri staddur góðu gamni, en áhugafólk um kynlíf ömmunnar dr. Ruth sem var á Bessastöðum í gær og Marínu Abramovic frá fyrrverandi Júgóslavíu lætur sig örugglega ekki vanta. 

Vonandi verða sjálfboðaliðar í hópnum svo að þessi merki viðburður falli ekki niður. Ekki er vitað hvort um listmaraþon er að ræða í kynlífisgjörningnum en betra er örugglega fyrir sjálfboðaliðana að vera í sæmilegri þjálfun.

Engin ummæli: