föstudagur, 23. maí 2008

Að draga vitlausan lærdóm af augljósum hlut

Síðan það var dregið fram í dagsljósið að Breiðavík var hryllingsstaður, rekinn af vondu og óhæfu fólki hefur uppeldisheimilum fyrir börn og unglinga fækkað dag frá degi.


Ef svo fer sem horfir mun rekstur allra slíka heimila á landinu leggjast af, og þá sitja barnaverndarstarfsmenn uppi með fáa valkosti um vistun skjólstæðinga sem svo sannarlega þurfa á því að halda að einhver geti gert þeim lífið bærilegt um stund, að minnsta kosti.

Lærdómurinn sem á að draga af Breiðavík er að það þurfi að vanda til vals á því fólki sem starfar á slíkum heimilum, og að slík heimili eiga að vera fyrir börn og unglinga sem ekki hafa í önnur hús að venda vegna heimilisaðstæðna.

Það er órökrétt og vitlaus ákvörðun að leggja af rekstur "barna- og unglingaheimila" vegna Breiðavíkurmálsins. Rétta ákvörðunin hefði verið að rannsaka þau mistök og glæpi sem þar áttu sér stað, og nýta reynsluna til að hefja slíka starfsemi á hærra plan.

Engin ummæli: