fimmtudagur, 29. maí 2008

Maðksmogin stjórnsýsla



“Forsætisráðherra ætti að hreinsa þann blett sem hefur fallið á íslenska stjórnsýslu og réttarfar, og biðjast afsökunar á hlerunum stjórnvalda á öldinni sem leið. Þetta er álit Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna...” Þessa frétt getur að líta á ruv.is.

 

“Dómstólar veittu heimild til að hlera síma á 32 heimilum á árunum 1949-1968, í flestum tilvikum að beiðni Bjarna Benediktssonar, þáverandi dómsmálaráðherra. Kjartan Ólafsson, einn þeirra sem hlerað var hjá, hefur lagt til að stjórnvöld biðjist afsökunar á hlerununum, en Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra - og sonur Bjarna Benediktssonar, vísar því á bug.”

 

“Fram kom í máli Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, á Alþingi í kvöld að óþekkt væri að beðist væri afsökunar á úrskurðum dómara og það væri dæmalaus óvirðing við þá dómara sem hlut áttu að máli að láta líta svo út sem þeir hefðu verið viljalaus verkfæri dómsmálaráðherra hvers tíma.”

 

Að hlera síma alþingismanns er stjórnarskrárbrot og að hlera síma almennra borgara án sannfærandi rökstuðnings er lögbrot.

Dómarar áttu á þessum tíma og eiga enn embætti sín undir geðþótta stjórnmálamanna, rétt eins og þeir dómarar í Sovétríkjunum sem kváðu upp þá dóma sem stjórnvöld og Stalín vildu heyra. Það hefur gerst í fleiri löndum en á Íslandi að manneskjur, jafnvel dómarar, láti undan þrýstingi.

Þetta veit Björn Bjarnason jafnvel og allir aðrir og hann veit líka að ábyrgð stjórnmálamannanna er mest. Engu að síður skýtur hann dómurum eins og skildi framfyrir stjórnmálamennina.

Það er maðkur í íslenska eplinu. Þetta er maðksmogin stjórnsýsla. 

Danir buðu okkur maðkað mjöl. Sjálfstæðisflokkurinn þröngvar upp á okkur maðkaðri stjórnsýslu.



7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er sammála þessu.

Nafnlaus sagði...

Svo lengi sem enginn fær að sjá rökstuðning dómsmálaráðaherra fyrir beiðnum sínum um hleranir, og svo lengi sem enginn fær að sjá rökstuðning dómarans fyrir ákvörðun sinni um að verða við beiðnunum, þá verður ekki annað séð en að dómnarinn hefi verið viljalaust verkfæri ráðherrans.

Síst vil ég trúa því.

Ég bið því um að fá að sjá rökstuðning viðkomandi manna fyrir gjörðum sínum.

Balzac.

photo sagði...

Mikið er ég þér sammála núna Þránn.

Nafnlaus sagði...

Sammála

Nafnlaus sagði...

Hvernig er það ríkislögreglustjóri er hann ráðinn beint undir dómsmálaráðherra/dómsmálaráðuneyti og ef til hlerana kemur þá þarf ríkislögregluembættið að sækja um leyfi dómara sem líka er undir dómsmálaráðuneyti/dómsmálaráðherra.

Hver eru réttindi þeirra sem hleraðir eru? Engin.........eða?

Nafnlaus sagði...

Það ætti auðvitað að rjúfa algerlega, að minnsta kosti bein,valdatengsl á milli dómstóla og framkvæmdavaldsins.
T.d með því að Alþingi skipaði í dómarastöður til hámarks tíu ára í senn, eða nefnd á vegum forsetans gerði það.

Með allri virðingu fyrir Bjarna heitnum Benediktssyni, þá hafði hann ekki lýðræðislegan skilning á lýðræðinu, heldur valdslegan skilning, sem birtist í því viðhorfi að eftir að ráðherrar væru komnir í stóla sína, mættu þeir beita pólitíska andstæðinga sína valdníðslu. Þeir væru þá taparar með mínus lýðræðislegan rétt.

Þessu veigamikla máli, sem Kjartan Ólafsson hefur reifað, eiga lýðræðislega hugsandi konur og menn að berjast fyrir og gera að kosningamáli fyrir næstu kosningar. Það er vel við hæfi nú þegar Sjálfstæðismenn gera margt í því að reyna að gera gamla sökudólginn að pólitískum dýrðlingi.

Það er haldlítil vörn að segja að þeir sem óréttinum voru beittir hefðu verið líklegir til að fremja landráð, eða einhvern viðlíka pólitískan glæp, því enginn var formlega sakaður um það eftir að hafa verið hleraður.

Ég hef mörgu sinnum heyrt að símar manna, annarra en grunaðra afbrotamanna hafi á seinni árum verið hleraðir, t.d í sambandi við mótmæli gegn hvalveiðum, kínverjum og virkjunarframkvæmdum. Þau mál þarf að rannsaka líka.

Kveðja,
Guttormur Sigurðsson

Þráinn sagði...

Takk fyrir athugasemdirnar. Ég er sammála Guttormi um að fleira þurfi að athuga í sambandi við njósnir stjórnvalda um borgara landsins. Hvenær það verður gert veit ég auðvitað ekki, en hitt veit ég að sagan mun dæma ofsóknarbrjálæðingana og valdníðingana og dæma þá hart.