föstudagur, 9. maí 2008

Yfirskilvitleg lögreglumál


Um hvítasunnuhelgina verður spennandi að fylgjast með því hvort Heilagur Andi kemur  yfir DV og sá ágæti fjölmiðill biðji ríkislögreglustjóra afsökunar á því að hafa sagt að Sjónvarpið hafi verið á staðnum þegar Jón Ásgeir kom ekki til landsins svo að ekki var hægt að handtaka hann.

Dagbækur Sjónvarpsins ku staðfesta að Sjónvarpið hafi ekki verið á staðnum þegar Jón Ásgeir kom ekki til Keflavíkur. 

Þaðan af síður mun Sjónvarpið hafa tekið myndir af því þegar þessi atburður átti sér ekki stað.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábær hugleiðing - og þarna ertu kominn með frábært efni í næstu söguna þína; ekki-glæpinn og allt sem gerðist ekki í tengslum við hann! Kveðja,

Þráinn sagði...

Ég held að svona uppákomur séu kallaðar "cover-up" á máli þeirrar þjóðar sem er leiðandi á þessu sviði.
Glæpasögurnar mínar eru allar um hluti sem "gerðust ekki en gætu hafa gerst" eins og ég lýsi þeim.
Í bókunum mínum heitir ríkislögreglustjóri af tilviljun Elín og það mundi vefjast fyrir mér að útskýra hvaða tengsl væru milli hennar og fréttastjóra Rúv OHF.