mánudagur, 12. maí 2008

Annasöm helgi hjá Heilögum Anda


Heilagur Andi virðist ekki hafa verið í fríi þessa hvítasunnuhelgina því að einhver var að segja mér að Ingibjörg Sólrún væri búin að lofa að afnema eftirlaunaósómann sem hún var búin að lofa að afnema.


Heilagur Andi virðist því líka hafa litið við hjá forsætisráðherranum, úr því að Ingibjörg Sólrún telur að hægt sé að ljúka þessu máli hið bráðasta.

Hins vegar hefur Andanum láðst að líta við hjá prófessor emeritus Sigurði Líndal sem telur öll tormerki á því að stjórnarskráin heimili að breyta einhverju sem áður hefur verið ákveðið.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Með lögum skal land byggja en ólögum eyða.

Er Sigurður þá eftirbátur Njáls?

Hver hefði trúað því?

Kv, Balzac.

Þráinn sagði...

Kæri Balzac. Alla vega vona ég að prófessor Sigurður verði ekki brenndur inni.
Hvað varðar eftirlaunaósómans fer ég ekki fram á annað en þessum fáránlegu greiðslum verði hætt. Þeir sem þegar hafa fengið greiðslur geta mín vegna haldið þeim.
Að ríkið ákveði að breyta greiðslum getur varla flokkast undir eignaupptöku. Peninga eignast maður ekki fyrr en maður er a) búinn að fá þá greidda og b) búinn að eyða þeim.
Um svikamyllu sem virkar í nokkra mánuði en er svo stöðvuð gildir hins vegar alheimsstjórnarskráin sem segir svo:
Drottinn gaf og Drottinn tók!