þriðjudagur, 27. maí 2008

Eplið biðst ekki afsökunar á eikinni



"Non, je ne regrette rien" (Nei, ég iðrast einskis) þennan frægasta afneitunarsöng heimsins söng Edith Piaf á sínum tíma og nú tekur Bíbí okkar hressilega undir viðlagið:

B B dómsmálaráðherra telur ekki að íslenska ríkið þurfi að biðjast afsökunar vegna símahlerana á árabilinu 1949–1968. Hann er þeirrar skoðunar að telji einstaklingar, að ríkið hafi á sér brotið, skuli þeir höfða mál gegn ríkinu (en Flokkurinn hefur skipað alla dómara í Hæstarétt svo lengi sem elstu menn muna).

Kjartan Ólafsson, fyrrvrerandi ritstjóri og alþingismaður, skrifar í miðopnugrein í Morgunblaðinu í morgun að stjórnarskárvarinn réttur til friðhelgi einkalífs hafi verið brotinn á grófasta hátt þegar símar á samtals 32 heimilum hér á landi voru hleraðir vegna óska frá stjórnvöldum, í samtals sex hlerunarlotum á umræddu árabili.

Fer Kjartan þess meðal annars á leit í grein sinni að núverandi dómsmálaráðherra biðji alla þá sem brotið var á með þessum hætti afsökunar fyrir hönd íslensku þjóðarinnar.

Og svar hins núverandi dómsmálaráðherra við því að biðjast afsökunar á glæpastarfsemi fyrirrennara sín í embætti dómsmálaráðherra er einfaldlega NEI.

Eplið fellur sjaldan langt frá eikinni.

Ætli öll ríkisstjórnin sé af sama meiði?

 

 

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Á þessu herrans ári 2008 þykja okkur þessar símahleranir fáránlegar.
En hafa verður í huga það andrúmsloft ótta við kommúnista sem hér ríkti mestan þann tíma sem þessar hleranir fóru fram. Ég sé ekki hvernig hægt er að álasa þáverandi stjórnvöldum fyrir að vilja ekki vakna einn morguninn við það að kommúnistar hefðu tekið völdin með ólýðræðislegum hætti. Allt í kring í Evrópu var slíkt að gerast. Símahleranirnar virðast hafa verið ein mildasta aðferðin til að ganga úr skugga um hvort eitthvað slíkt væri í bígerð. Hin leiðin hefði verið að varpa grunuðum byltingarsinnum í tugthúsið og henda lyklinum. Það gerðu stjórnvöld ekki.

Hvernig er hægt að ætlast til að ríkisstjórn sem var nýlega kosin eigi að biðjast afsökunar á gerðum þeirra sem voru við völd fyrir hálfri öld og töldu sig í góðri trú vera að verja lýðræðið. Hverju réði núverandi ríkisstjórn um þær aðgerðir? Nákvæmlega engu og því getur hún ekki beðið afsökunar. Ekki heimtar maður afsökunarbeiðni frá syni einhvers fyrir það sem faðirinn hefur misgjört.

Halldór

Þráinn sagði...

Símahleranir voru nákvæmlega jafnólöglegar þá og þær eru nú. Og að tala um kommúnistaofsóknirnar sem svo að menn hafi verið í "góðri trú" að brjóta stjórnarskrárvarinn rétt á soraöflum þjóðfélagsins sýnir bara að þroskinn er sá sami nú og þroskaleysið var þá.
Auðvitað ber ríkinu að biðjast afsökunar á þessu framferði. Vandamálið er bara að nú er sonurinn kominn í stað föðurins og er ekki föðurbetrungur.
Glæpi afsakar maður ekki með því að segja að þeir hafi verið börn síns tíma.

Nafnlaus sagði...

Símahleranir voru ekkert ólöglegar þá, frekar en nú. Símahleranir eru löglegar, en þurfa heimild dómara og þær lágu fyrir á þessum tíma.
Símahlearnir eru ekki alslæmar. Leiddu þær t.d. ekki til þess að upp komst um seglskútusmyglið mikla síðastliðið haust? Og fjölda annarra alvarlegra fíkniefnabrota.
Hins vegar er ljóst að dómarar á tímum pólitískra símahlerana voru mun ósjálfstæðari en þeir eru núna. Kannski ætti að biðja Dómarafélagið um afsökunarbeiðni frekar en ríkisstjórnina.
Símahleranir kaldastríðsáranna beindust ekki að "soraöflum" heldur að fólki sem var grunað um að hafa í hyggju að ná völdum með ólýðræðislegum hætti. Ekkert heilvita ríkisvald lætur slíkt sem vind um eyrun þjóta. Hættan var raunverulega fyrir hætti. Það hefði verið glæpsamlegt að bregðast ekki við þessari yfirvofandi vá með þeim mildasta hætti sem mögulegur var, að njósna um fyrirætlanir kommúnistanna. Sagan sýnir að þeir höfðu ekki vopnaða byltingu í huga, en hvernig gátu menn vitað það þá?
Dæmum ekki of hart um fortíðina út frá því sem við vitum nú.

Halldór

Nafnlaus sagði...

Símahleranir eru ekki ólöglegar ef fengist hefur úrskurður dómara til að framkvæma þær.
Þannig að hleranir nú geta verið jafn löglegar og hleranir þá.

Nafnlaus sagði...

Mér þykir átakanlegt að verða vitni að þvílíku persónulegu hatri á látnum manni og syni hans. Það eru greinilega engin takmörk fyrir þeim ógöngum sem hatur og óvild getur leitt menn í.

Þráinn sagði...

Ágætu nafnleysingjar. Það sem þið í endalausri hræsni takið fyrir hatur á "látnum manni" og syni hans er ekki frá mér komið. Ég vorkenni þessum mönnum.

Nafnlaus sagði...

Hér segir ,,Halldór" : ,,Símahleranir voru ekkert ólöglegar þá, frekar en nú."

Ekki veit ég hvar þú ert í flokki, en get mér þess til að þú sért sjálfstæðismaður !

Það eru engir svo vitlausir að reyna að verja þessar gerðir forystu sjálfstæðisflokksins í áratugi, og geta þess vegna verið að þessu enn þá, aðrir en sjálfstæðismenn !

Kveðja

JR.

Nafnlaus sagði...

Baðst ekki ríkisstjórnin afsökunar á Breiðavíkurmálinu þó að hún hefði hvergi komið þar nærri, heldur fyrri ríkisstjórn?

Það er samt ótrúlegt að enn skuli vera til fólk sem trúir því að kommúnistar og síðar sósíalistar hér á Íslandi hafi verið slíkur vel skipulagður leyniher að þeir kæmu öllum að óvörum og tækju völdinn einn góðan veðurdag.

Það er líklega eins gott að síminn hjá þessu fólki var hleraður annars værum við líklega íbúar í Sovét-Íslandi í dag.

Merkilegt samt ef þetta allt var svona nauðsynlegt að einn embættismaður hafi brennt öll skjölin þegar hann hætti. Hvernig skýra menn það?

Skorrdal sagði...

Ólöglegar hleranir eru stundaðar enn í dag. En ætli ég þurfi ekki að bíða í 40 ár til að fá þau orð mín sönnuð. Þökk sé núverandi dómsmálaráðherraómyndinni.

Nafnlaus sagði...

Ég hef ekkert um málið að segja EN

Eplið fellur oft mjög langt frá Eikinni, því þar búa Akörnin. Hinnsvegar fellur það sjaldan langt frá tréi sínu, Eplatréinu.

Bara sí svona gálgahúmör, sem er vel viðeigandi á þeim tímum, sem menn eru að rifja upp paranoju eftristríðsáranna og nánast blóðuga baráttu um höfundarrétt á samtímasögunni.

Sama fólk, sem nú fjargviðrast um, ritskoðun undir Sovétinu, vill taka slíkt upp og hafa staðið í, að setja lög um hvað megi hugsa og segja um framþróun og samtímasöguna, eða gott sem.

Ekki hefði mér nokkrusinni dottið í hug, að menn í mínum ástkæra Flokki, hefðu fengist til, að standa að lagasetningu, sem bannað mönnum að hugsa út fyrir normið eða skilgreina hluti abstrakt, vegna þess, að það ,,meiddi" viðteknar söguskýringar eða trú á eitthvað sem menn hafa sett fram sem kenningu.

Sumir félagar mínir fengu að deyja áður en til þessa kom en þetta þurfti auðvitað yfir mig, ræfilinn að ganga.

Bjarni hinn nafnlausi

Miðbæjaríhald, af hinni fornu sort íslensks AÐals, hugsanlega af þeirris ort, sem Þórbergi tókst ekki að lýsa á sinni tíð.

Nafnlaus sagði...

nú til dags er beitt fleyri aðferðum t.d staðsetnig gsm síma sem fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra hefur aðgang að ásamt 112 svokallaðrar neyðsrlínu sem einnig undir stjórn BB fyrir þessu þarf einga heimild frá einum eða neinum urðu bílstjórar varið við þetta í norðlingaholti á dögunum.

Nafnlaus sagði...

Man virkilega enginn eftir því að fyrir einhverjum árum síðan, þegar Tal var nýtilkominn samkeppnisaðili Landsímans þá neitaði Tal löggunni um að hlera fyrir þá síma og gerðust svo frekir að heimta dómsúrskurð. Löggimann sýndi helst viðbrögð undrunar og hneykslunar. Hvað segir þetta okkur um þjónustuna sem löggan var vön að fá hjá Landssímanum?

Þetta mál hvarf síðan pent af sjóndeildarhringnum, menn geta reynt að giska á hvað olli því.