fimmtudagur, 15. maí 2008

Fastheldni á fengið og illafengið fé


Allt á sér sínar skýringar. Það er ekki nema von að ráðherrar ríkisstjórnarinnar reyni að humma fram af sér að afnema EFTIRLAUNAÓSÓMANN nema að nafninu til.


Það eru talsverðir hagsmunir í húfi:

"Umframlífeyriskjör forsætisráðherra sem situr í tvö kjörtímabil eru ígildi 113 m.kr. starfslokagreiðslu miða við verðlag 2007 eða 122% launauppbótar."

Heimild mín fyrir þessum útreikningum er bloggfærsla Guðmundar Gunnarssonar formanns Rafiðnaðarsambandsins sem lesa má hér á Eyjunni.

18 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það var og.

Nafnlaus sagði...

Eftirlaunalögin
Jæja, nú vitum við hvernig Solla ætlar að ná fram breytingum á eftirlaunalögunum.
Hún ætlar að komast framhjá skoðun Sigurðar Líndal um að slíkt sé eignaupptaka og andstæð ákvæði í stjórnarskránni um helgi eignaréttarins.
Ráðið er einfalt.
Menn skulu fresta töku alþingiseftirlauna þar til þeir hætta að vinna hjá ríkinu!
Solla segir; frestun er ekki eignaupptaka.
Hagfræðingar eru Sollu algerlega ósammála.
Í hagfræðinni er tíminn peningar.
Mælieiningin á frestun greiðslu peningaeigna kallast dráttarvextir.
Eins og við þekkjum í samskiptum okkar við bankana þá eru dráttarvextir viðurkenndir að lögum.
Því miður.

Nafnlaus sagði...

Ætlar þú að hætta að þyggja "heiðurslaun listamanna"?
Eða fynnst þér þú eiga skilið að skattgreiðendur haldi þér uppi?
Þá væntanlega af því þú sért svo mikilvægur fyrir okkur hin sem þurfum að VINNA fyrir laununum okkar.
Það er til orð yfir fólk eins og þig Þráinn. Það er orðið afætur.
Örn Johnson ´67

Nafnlaus sagði...

Ingibjörg gengur þvert á leikaðferð Valgerðar Bjarnadóttir, sennilega til að klúðra málinu vísvitandi. Í frumvarpi Valgerðar sagði:

"Áhöld hafa verið um hvort eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar verndi þau réttindi sem fólk hefur áunnið sér eða fengið samkvæmt hinum umdeildu lögum. Til að forðast að málið lendi í sjálfheldu málalenginga á grundvelli formsatriða, svo sem tengsla eignarréttarákvæða við löggjöfina frá 2003, er gert ráð fyrir að áunnin réttindi samkvæmt hinum umdeildu lögum skuli í engu skert."

Með ruglinu í Ingibjörgu verður niðurstaðan annað hvort sú að málið strandar á eignarréttarþrasinu, eða að lýtaaðgerðin á eftirlaunalögunum nær í gegn. Hvort sem verður, þá sitja þingmenn og ráðherrar áfram að forréttindum sínum. Óréttlætinu fullnægt.

Þetta hefur verið reynt áður. Valgerður nefndi það "Hin mikla smjörklípa":

http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?radnr=1112177

Rómverji

Nafnlaus sagði...

Ingibjörg Sólrún trúir því að þessi frestunaraðferð hennar sé skotheld.
Hún veifar tveimur lögfæðiálitum máli sínu til sönnunar.

Þráinn sagði...

Örn Johnson, er 67 greindarvísitalan þín?

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þetta tæpast viðeigandi hjá Þráni.
Það var jú Þráinn sem hóf umræðuna um hverjir þægju laun úr ríkissjóði.
Athugasemd Arnar var í beinu framhaldi af því!

Þráinn sagði...

Ágæti nafnlaus. Umræðan sem þú kallar svo fjallaði um að stemma stigu við þeirri spillingu að þingmenn beiti því valdi sem þeim er trúað fyrir til að hygla sjálfum sér. Soldið flókið umræðuefni en samt alveg skiljanlegt með góðum vilja.

Nafnlaus sagði...

Við Örn erum víst báðir með þessa döpru greindarvísitölu.
Ég held að það séu fáir hrifnir af heiðurlistanum.
Hvorki samsetningu hans né það að verið sé að halda hálaunamönnum (MJ) uppi til æviloka með mínum peningum.

Nafnlaus sagði...

Þráinn minn. Svona svar kemur bara frá manni sem hefur vondann málstað að verja.

Ég spyr þig aftur:
Fynnst þér þú eiga skilið að vera á launum hjá okkur skattgreiðendum?

Og ef svo, af hverju þú frekar en til dæmis járnsmiður eða skúringakona?

Svar óskast án útúrsnúninga.

Örn Johnson ´67.

Þráinn sagði...

Ágæti Örn Johnson.
Ég hef engan málstað að verja og allrasíst fyrir þér en ég skal - þrátt fyrir dónaskapinn - virða þig svars:
Ég tel að heiðurslaun Alþingis séu landi og þjóð til sóma og menningarauka. Hvort ég verðskuldi þau umfram marga aðra samlanda mína - um það er ekki mitt að dæma; hins vegar hef ég tekið við þessum heiðri. Að afþakka heiðurslaun Alþingis væri svona svipað og segja þjóð sinni, misjöfn sem hún er, að fara norður og niður.
Vertu svo ævinlega kært kvaddur.

Nafnlaus sagði...

Fyrst þér fynnst þetta til sóma þá segir sig sjálft að eftirlaun fyrir alþinismenn sem hafa það fram fyrir þig að vera kosnir af þjóðinni hljóta að vera til sóma líka.
Og miðað við vælið í þeim þá fá þeir ekki vinnu eftir að hafa setið á alþingi, er það líka svo með uppgjafar kvikmyndagerðarmenn?
Og ég get alveg lofað þér því að ef þú neitaðir að taka við þessari ölmusu með þeim orðum að þú vildir frekar að aðrir nytu þeirra svo sem öryrkjar, einstæðar mæður eða flóttamenn þá tæki ekki nokkur einasti maður því sem móðgun við þjóðina.
Niðurstaðan er því sú að þú, Þráinn Bertelsson er alveg sami gráðugi eiginhagsmunaseggurinn og þessir menn sem þú þykist geta fordæmt.
Það er móðgun við þjóðina.

Örn Johnson ´67.

Þráinn sagði...

Örn minn. Vertu úti, vinur.

Nafnlaus sagði...

Heiðurslaun listamanna koma eftirlaunahneykslinu ekkert við.

En fyrst þau eru nefnd vil eg minna á hve nánasarleg þau eru. Einnig að á heiðurslistanum er ekki að finna Megas. Hann myndi sóma sér vel með Þráni.

Rómverji

Þráinn sagði...

Blessaður Rómverji. Ég er sammála um að miðað við hversu rausnarlegir þingmenn eru við sjálfa sig eru heiðurslaun listamanna fremur stjúpuleg, og þýða næstum helmings tekjuskerðingu fyrir flesta sem hafa áður notið starfslauna. (Heiðurslaun eru 150 þús á mán. Starfslaun 235 þús eftir því sem ég veit best). En það er Alþingis en ekki mitt að hugsa um heiður þeirrar samkundu.
Ef ég má segja mína skoðun á heiðurslaunum þá get ég séð tvennt sem réttlætir tilveru þeirra:
Í fyrsta lagi eru þau til marks um að þjóðin vill verðlauna fólk sem hefur lagt fram skerf til íslenskrar menningar.
Í öðru lagi hélt ég að tilgangur þeirra væri að hér væri hópur listamanna fjárhagslega óháður öllum hagsmunahópum og markaðstorgum í þjóðfélaginu, rétt eins og dómarar eiga að vera, og gæti því tjáð óvinsælar skoðanir án þess að setja afkomu sína og fjölskyldu sinnar í hættu.
En þær góðu fréttir get ég sagt þér, Rómverji, að Megas kom inn á heiðurlaunalistann á síðasta eða næstsíðasta ári. Böns of monní. 150 kall á mánuði. Mesti heiður sem íslenskum listamönnum getur hlotnast.

Nafnlaus sagði...

Hafði ekki fyrr sleppt orðinu en mig tók að gruna þetta með Megas. Þakka þér fyrir leiðréttinguna.

Tek undir með þér að þeir mættu vera fleiri óháðir. Fyrst og fremst mættu þeir sem eru óháðir þó láta meira til sín taka og þeir sem telja sig háða valdhöfum ýmiskonar vera ódeigari. Oft reynist valdið bara ímyndun þegar á reynir. Vil ég þó alls ekki gera lítið úr allskyns "bannfæringum" sem fólk með rangar skoðanir hefur orðið að sæta á Íslandi. Af slíku er hægt að segja ljótar sögur, og þær á að segja. Tilvalið efni í skáldsögu, reyndar. Þú mátt eiga hugmyndina.

Rómverji

Þráinn sagði...

Takk, Rómverji, en mér finnst ég vera margbúinn að skrifa þessa skáldsögu.

Nafnlaus sagði...

Já, svona eftirá að hyggja, þá ertu auðvitað búinn að því. Hefði getað sagt mér það sjálfur. Yfirleitt er búið að framkvæma flestar þær góðu hugmyndir sem ég fæ. Dæmi: Bréfaklemma, öryggisnæla, rennilás, símsvari ... Demit!

Rómverji