mánudagur, 28. apríl 2008

4 milljóna starfslokasamningur við verðbólgudraug


Nú hefur ríkisstjórnin samþykkt að setja fjórar milljónir króna í aðgerðir til þess að vinna gegn verðhækkunum.

Þetta er lofsvert framtak og sýnir vel umhyggju stjórnarinnar fyrir hag almennings.

Samt er ég smeykur um að reikningurinn sem almenningur þarf að greiða fyrir þá sem spiluðu rassinn úr buxunum komi til með að nema hærri upphæð en þremur mánaðarlaunum seðlabankastjóra.

Í landi þar sem það kostar 500 milljónir að gera starfslokasamning við ónýtan bankastjóra hlýtur að kosta umtalsverða peninga að gera starfslokasamning við verðbólgudraug.


2 ummæli:

Þóra sagði...

Flott, fyndið og beitt að vanda. Ég legg til að draugurinn verði ráðinn á lansann til að stýra þar og stjórna andalæknum.

Þráinn sagði...

Neð því að breyta vaktakjörum og vinnutilhögun stjórnenda tekst að finna peninga til að halda í þessa hundrað hjúkrunarfræðinga sem eru búnir að segja upp frá 1. maí.