mánudagur, 28. apríl 2008

Góðar fréttir og vondar fréttir


Vondar fréttir:

Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6,4% sem jafngildir 28% verðbólgu á ári.

Góðar fréttir.

En það er ekki alveg útilokað að við náum kosningu í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. 4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Var ekki allt í kalda koli þegar Davíð tók við 1991 í 10% verðbólgu eftir áratuga stjórnartíð vinstri manna?

Nú hlýtur að vera réttast að hægri menn fari frá enda 28% verðbólga og allt í kalda koli?

Þráinn sagði...

Nei, elskulegur, það var ekki allt í kalda koli þegar Davíð tók við. Og hann frelsaði ekki landið úr höndum vinstri manna. heldur Þorsteins Pálssonar.
Þetta hefur eitthvað skolast til hjá þér.
Nú er hann hins vegar búinn að vera forsætisráðherra í 12 ár og svo kominn í Seðlabankann, svo að þú getur sjálfur notið snilldartakta hans í efnahagsstjórnun.

Nafnlaus sagði...

Spurning hvort við fáum ekki bráðum að sjá frumvarp á þinginu þar sem lagt er til að laun og ellilífeyrir þingmanna verður annaðhvort í erlendum gjaldeyri eða verðbætur.

Þráinn sagði...

Davíð er að vísu hættur á þingi, en hann ætti að geta fengið samflutningsmenn sína að eftirlaunafrumvarpinu til að leggja fram viðauka um verðtryggingu og útborgun í evrum.