fimmtudagur, 10. apríl 2008

Loksins orð af viti

Seðlabanki kominn í þrot - víkja þarf bankaráði og bankastjórn frá

"Stjórn og stefna Seðlabankans er komin í algjört þrot og uppstokkun er nauðsynleg, sagði Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, í samtali við kvöldfréttir Sjónvarps í kvöld. Hann segir að það sé sjálfstætt vandamál hve litla trú menn hafi á Seðlabanka Íslands."

Loksins orð af viti um hagstjórnina.

Halldór Blöndal, Hannes Hólmsteinn og Davíð Oddsson eru orðnir heldur kostnaðarsamur brandari. Sennilega er betra að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í en að byrgja hann alls ekki.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þráinn Bertelsson.
Viltu láta loka hirðingjana inn í Hruna ?

Þráinn sagði...

Svo fremi sem ég þarf ekki að vera með þeim inni í kirkjunni þegar hún sekkur.