Rektor Háskóla Íslands átelur vinnubrögð Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálafræði og gerir þá kröfu að þau verði ekki endurtekin.
Í tilkynningu frá háskólanum segir að nýfallinn dómur í Hæstarétti sé staðfesting þess að Hannes Hólmsteinn hafi sýnt af sér óvandvirkni í starfi sem teljist ósæmileg og samrýmist ekki kröfum Háskóla Íslands.
Þessi málalok eru óneitanlega framúrstefnuleg og þurrka í rauninni út allar takmarkanir fyrir því hvað geti talist vísindi.
Auðvitað eru vísindi og vísindaleg vinnubrögð stöðugt skilgreind upp á nýtt, þótt skilgreining á heiðarleika hafi staðið óbreytt nokkuð lengi.
Þessi djarflega ákvörðun bendir til þess að Háskóli Íslands ætli sér að ná því takmarki að verða einn af hundrað bestu háskólum heims með öllum tiltækum ráðum. Alla vega einn af þeim sem mest verður hlegið að.
Til tals hefur komið að færa Hannes milli háskóladeilda og láta hann kenna nýnemum "How to survive in a corrupt world" í félagsfræðideild í staðinn fyrir "I and the people I know" í stjórnmálafræði.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli