miðvikudagur, 30. apríl 2008

Draugabanar hjá Heklu


Stjórnendur bílaumboðsins Heklu hafa lagt til atlögu við verðbólgudrauginn að hætti fornra íslenskra galdramanna.


Hekla tilkynnti í dag allt að 17% lækkun á verði nýrra bíla.

Við sóttum fast að okkar framleiðendum um að fá betra verð í ljósi aðstæðna og erum í dag að lækka verðskrá okkar umtalsvert,“ segir Knútur G. Hauksson, forstjóri HEKLU.  „Verðbólgan er okkar helsti óvinur og atvinnulífið hefur  mikið um það að segja hvernig þau mál þróast,“ segir hann.

Niðurstaðan er sú að Volkswagen, Audi, Skoda, Mitsubishi og Kia, samþykktu að leggja sitt að mörkum til að taka þátt í þessu átaki.

Þessar bílategundir fá því heiðurstitilinn "draugabanar".

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þá er bara að skella sér á lán og "fjárfesta" í nýjum bíl. Duga draugabanar í vaxtahelvíti?

Nafnlaus sagði...

Það vantar bara Þráinn Bertelsson til að auglýsa Heklu líkt og Bubbi... LOL... En það gerist líklega ekki... eða hvað?... LOL

Þráinn sagði...

Sæll, Geir. Ég er ekki fjármálaráðgjafi en ég mundi sleppa öllum ónauðsynlegum lántökum, og kaupa bíl sem ég hefði efni á, nýjan eða gamlan, borga hann út í hönd og fá góðan afslátt.
Sæll, nafnlaus.
Ég er ekki fjárkúgari að atvinnu svo að þegar ég skrifa neikvætt um eitthvað þýðir það ekki að viðkomandi hafi neitað að borga mér mútur. Á sama hátt þýðir jákvæð umfjöllun um eitthvað ekki að mér hafi verið mútað.

Nafnlaus sagði...

Þeir veita ekki afslátt gegn staðgreiðslu, reyndi það hjá Suzuki.
Bílaumboðin græða örugglega eitthvað extra á bílalánunum, seðilgjöld, kostnað sem eru ótrúlegar upphæðir þegar það skoðast í ljósi þess að það greiðist í hverjum mánuði. Bankarnir hafa verið að græða ótrúlega mikið á þessu "litlu" gjöldum, í Bretlandi var að falla dómur um að þetta væri ólöglegt.
Umboðin eru nú að hirða bíla sem fólk getur ekki greitt af, selja bílana á uppboði (á afslætti), rukka síðan skuldarann um mismuninn á uppreiknuðu fullu verði (sem er óraunhæft því í dag selst bíllinn aldrei á uppsettu verði).

kona

Þráinn sagði...

Sæl, kona, Ég hef sem betur fer enga reynslu af bílalánum en þau virðast vera enn ein leið til að ná hámarksávöxtun á peninga sem erfitt hefði verið að troða upp á fólk með öðrum ráðum.´
Svokallað "ásett verð" hjá bílasölum hefur yfirleitt verið til viðmiðunar fyrir kaupandann um hvar hann ætti að byrja að að prútta.

Nafnlaus sagði...

Mér finnst ótrúlegt hvernig Hekla hefur náð að spila úr sínum málum og eiga eiginlega skilið að fá markaðsverðlaun! Staðreyndin er sú að þeir líkt og aðrir hækkuðu öll verð hjá sér við gengisbreytingar. Sala á bílum hefur hrunið og birgðir bílaumboðana eru hrikalegar. Birgðirnar eru fjármagnaðar á íslenskum vöxtum þannig að hver mánuður sem líður er umboðunum dýr. þeir verða því að grípa til aðgerða og lækka verð til þess að losa birgðinar eins og aðrir. Það sem er hins vegar umhugsunarvert að hægt er að fá eitt stykki formann frá ASÍ til að klippa á borða útsölunnar. Minnir svolítið á fyrsta Big Mac hérna um árið. Bílarnir hjá Heklu eru að lækka um 7-9% að jafnaði.

Nafnlaus sagði...

Þegar ég var að hugsa um að kaupa nýjan VW Golf nú í upphafi árs, mátti kaupa þokkalega útbúinn bíl á kr. 1990 þús. nú kostar sambærilegur bíll kr. 2.560 þús. eftir þessa svokölluðu "lækkun"
Hversvegna skoða fjölmiðlar ekki svona bull áður en þeir birta ókeypis auglýsingar

Þráinn sagði...

Ágætu ragnar r og nafnlaus. Eru þetta þá bara gervi-draugabanar? Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að forseti ASÍ þekki ekki alvöru draugabana frá auglýsinga-spunarokkum.

Nafnlaus sagði...

Kæri Þráinn,

Hvers vegna ætti alþýðuforsetinn að hafa áhyggjur af spuna-draugunum í Heklu? Hann er sjálfur í spuna og þarf að sýna árangur til þess að fá nokkrar milljónir í viðbót frá Viðskiptaráðherranum.
Spuninn gengur fullkomnlega upp og nytsamir sakleysingjar á bloggsíðum mæra vitleysuna og sæma heiðurstitlum. Ekkert minna en snilld.

Þráinn sagði...

"Bílarnir hjá Heklu eru að lækka um 7-9% að jafnaði."
7 til 9% lækkun í stað verðhækkana. Gott mál!