föstudagur, 18. apríl 2008

Mengun getur verið til prýði


Bleik og fögur mengunarský

Olíumengunarstöðin sem reisa á fyrir vestan mun hafa tvo kosti með sér.
Í fyrsta lagi verða mengunarskýin yfir Vestfjörðum bleik - að minnsta kosti til að byrja með. Bleik mengunarský smjúga auðveldlegar gegnum umhverfismat en til að mynda grængulur viðbjóður.
Í öðru lagi er það aukabúgrein í olíuiðnaðinum að láta hreinsunarstöðvar ekki einvörðungu hreinsa olíu.
Svona mannvirki eru líka notuð til að skola af illa fengnum peningum svo að bankar geti síðan tekið við þeim til að þvo og strauja og koma þeim síðan í örugga vörslu á Aruba, Cayman eða Liechtenstein.

Engin ummæli: