þriðjudagur, 29. apríl 2008

Jafnoki BreshnévsHinn glöggi Jónas Kristjánsson segir á bloggi sínu: 


"Sjálfstæðisflokkinn vantar sinn Franco eða Mussolini. Er foringjaflokkur, ekki málefnaflokkur." 

Ég er sammála Jónasi um að Flokkurinn er foringjaflokkur en ekki málefnaflokkur og sem slíkur minnir hann mig meira á Kommúnistaflokkinn í Ráðstjórnarríkjunum en hina litskrúðugu fasistaflokka í Suður-Evrópu.

Mér fannst Davíð Oddsson alltaf vera íslensk vasaútgáfa af Stalín og Geir Haarde minnir mig meira og meira á Breshnév sáluga með hverjum deginum sem líður.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En Samfylkingin, er hún málefnaflokkur?

Þráinn sagði...

Formannsflokkur. Hjá öðrum flokkum en Samfylkingunni hafa flokksmenn ekki tekið upp þann sið að strá blómum fyrir fætur formanns síns.

Nafnlaus sagði...

Ha, Samfylkingin er hún ekki lítill
fjölskylduflokkur ??
kv
Einar

Þráinn sagði...

Nei, nei, hún er núna í 50:50 ríkisstjórn með Flokknum og reksturinn í fínu lagi.

Nafnlaus sagði...

Svo hefur ónefndur íslenskur flokkur látið prenta boli með mynd af formanni sínum í stíl við suðurameríska byltingarhetju. Það er auðvitað engin foringjadýrkun, eða hvað?

Þráinn sagði...

Hjá hvaða flokki getur maður fengið keypta "foringjaboli"?