miðvikudagur, 23. apríl 2008

Ég mótmæli ofbeldi lögreglunnar og ofsafengnum viðbrögðum við friðsamlegum mótmælaaðgerðum

Mig langar ekki til að búa í landi þar sem sérþjálfuð herlögregla beitir fólk ofbeldi.
 
Ég var að horfa á viðtal í sjónvarpinu við stúlku sem sagði frá því að fimm sérsveitarmenn hefðu handtekið vopnlausan mann sem enga tilraun gerði til að verjast handtökunni - lögreglumennirnir hefðu svalað afbrigðilegum hvötum sínum með því að þrykkja manninum í götuna og misþyrma honum með barsmíðum.
 
Ábyrgðina á þessum vopnaða skríl ber dómsmálaráðherra Íslands. Það er kominn tími til að Alþingi skipi sérstaka rannsóknarnefnd sem rannsakar hin geðveikislegu viðbrögð við mótmælaaðgerðum trukkabílstjóra.
 
Það má vel vera að aðgerðir bílstjóranna sem virðast helst beinast gegn óbreyttum borgurum séu pirrandi - en þessi ofsafengnu viðbrögð lögreglu eiga aðeins heima í lögregluríki.
 
Ég mótmæli því að hafa lengur yfir mér hernaðardýrkandi dómsmálaráðherra með geðvillta ofbeldisseggi í sinni þjónustu. Aðrir en geðvillingar beita varnarlaust fólk ekki ofbeldi.

52 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já... það er töff að grýta yfirvaldið...

Power to the people...

Grýtum þá alla...

Nafnlaus sagði...

Góði Þráinn látu ekki svona!

Nafnlaus sagði...

Þráinn, viltu ekki bíða með yfirlýsingarnar þangað til rykið sest og fólk hefur róast. Hvað veistu nema stúlkan sé að ljúga?

Nafnlaus sagði...

Skammastu þín fyrir að kalla mennina sem reyna að passa upp á okkur "vopnaðan skríl með afbrigðilegar hvatir" og "geðvillta ofbeldisseggi"!

Oft hef ég gaman af skrifum þínum en nú skaltu bara skammast þín!!!

Nafnlaus sagði...

Það var kominn tími til að taka á þessu liði og koma því af götunum. Þarna er lítill hópur að reyna ná fram með ofbeldi skattalækkun fyrir sjálfa sig og leyfi til að keyra hálfsofandi. Þetta er ekki í lagi...

IG

Nafnlaus sagði...

Það er ekki verið að mótmæla háu olíuverði. Ekki eingöngu - ekki lengur. Þetta eru mótmæli gegn hinu alltumfaðmandi okri á Íslandi, ríka liðinu sem borgar engan skatt, ráðandi öflum innan þjóðfélagsins sem alltaf drullar yfir bakið á þjóðinni, hvar og hvenær sem þeir geta. Þetta eru mótmæli gegn ofríki heimskunnar, og hin langheimska þjóð er að rísa upp. Vonandi...

Nafnlaus sagði...

Það verður að taka á þessu trukkaliði. Veit ekki betur en þeir hafa það ekkert verr en aðrir bílstjórar í nágrannalöndunum. Styð lögregluna í þessu máli heilshugar að taka á þessum skríl sem þangað rataði. Fullir framhaldsskólanemar að dimmitera sem meiga skammast sín.

Nafnlaus sagði...

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með að lesa þennan pistil þinn. það er óþolandi að vörubílstjórar hefti ferðafrelsi fólks og skapi hættuástand dag eftir dag. Viðbrögðin eru sjálfsögð þegar menn ráðast að lögreglunni með slíkum hætti.

Nafnlaus sagði...

nú komstu í feitt og getur haldið áfram að snúa út úr öllu sem viðkemur Birni Bjarnasyni og þar með haldið áfram með þráhyggju þína "sérþjálfuð herlögregla" hvað ertu eiginlega að tala um!

Nafnlaus sagði...

" Geðvillta ofbeldisseggi í sinni þjónustu" er þetta íslenska löggan sem þú ert að tala um :-) vá slakaðu aðeins

Nafnlaus sagði...

Svar við spurningu í Jeopardy: "Varðhundar auðvaldsins".

Um hvað var spurt?

Nafnlaus sagði...

Ég tel orðið tímabært að leysa upp Sérsveit Ríkislögreglustjóra. Þessi viðbrögð við aðgerðum vörubílstjóra eru ekki þolanleg á Íslandi, og eiga ekkert erindi hingað. Það þarf að stemma stigu við þessari ofbeldisvæðingu Lögreglunnar. Hvað næst - skjóta þessar vörubílsbullur sem tefja og teppa umferð?

Lögreglan í Reykjavík -hin venjulega- hefur meira, og verðskuldað, traust borgaranna en algengt er í nágranna- löndum okkar, og er seinþreytt til vandræða. Ég tel Reykjavíkurlögreglan hefði getað tekið á þessum aðgerðum með hefðbundnum hætti (sektum fyrir umferðalagabrot, oþh.) án ofbeldis, án afskipta þessarar sérsveitar, og trúlega án teljandi vandræða.

Aðgerðir vörubílstjóra eru mér ekki að skapi, en andskotann það þarf að berja fólk með kylfum fyrir það að haga sér aulalega og tefja umferð.

Slíkt ofbeldi kallar á meira ofbeldi, eins og það gerir alltaf, og strax kom fram. Það var fyrirsjáanlegt.

Ætlum við ekkert að læra af mistökum sérsveita lögreglu í öðrum löndum?
Ofbeldi leiðir til meira ofbeldis. Hefur alltaf gert.

(Hef ekkert 'ID' en heiti Tryggvi)

Nafnlaus sagði...

Guð minn góður, Íslendingum er ekki viðbjargandi. Þeir eru sérfræðingar í sjálfskúgun og standa alltaf með feðraveldinu - alveg einsog afdankaðir Sjálfstæðismenn eða gamlir Kommúnistar - alveg sama hvernig valdið kemur fram við þá. Þeir minna mig alltaf á þessa karla sem standa með Harðstjóranum á ljósmynd, jafnvel allt fram að þeim degi þegar frelsið ryður sér til rúms í þjóðfélaginu og fellir Harðstjórann af stalli. En þá eru þeir allt í einu menn tímans og halda ræður með frelsinu og gegn kúgun. Þessir sem hér standa með lögreglunni eru samskonar fuglar.

Beggi

Nafnlaus sagði...

Góður pistill. Rétt athugað hjá þér að "Aðrir en geðvillingar beita varnarlaust fólk ekki ofbeldi."

Viðurstyggilegar aðferðir lögreglunar

Nafnlaus sagði...

Eina alvöru ofbeldið sem átti sér stað var af hendi trukka-hálfvitanna sem heftu frelsi mörg hundruð manns.

Nafnlaus sagði...

Skrítið að dást svona að skrílmennsku. Ekki vildi ég búa í samfélagi þar sem þín vinstri mennska réði.

Nafnlaus sagði...

Sérsveit kom þarna hvergi nálægt. Það er búið að bera fréttina til baka. Mér þykja þessi skrif langt, langt yfir strikið og botna ekkert í þeim.

Nafnlaus sagði...

Alltaf jafn ánægð með þig og þín skrif. Skil ekki sum ummælin hér þar sem verið er að hamra á að lögregla sé að passa upp á okkur, fólkið. Var fólkið í hættu þarna og þurfti því að nota táragas og piparsprey?

Er þetta ekki einum of? Trúi ekki að þetta hafi verið nauðsynlegt.

Nafnlaus sagði...

Mér finnst alltaf á sorglegann hátt fólk tala um að því hafi verið beitt ofbeldi vegna þess að það var lengur en 15 mín á leið heim. En telur svo aðgerðir lögreglunnar ekki til ofbeldis þegar að þeir augljóslega voru þarna mættir tilbúnir í smá slag sem þeir svo fengu. Og svo til að leiðrétta eitt nafnlausa kommentið þá var víst sérsveitin þarna þó að það hafi ekki verið þeir í óeirðabúningnum þá voru þeir þarna og það var sérsveitin sem notaði táragasið.

Það er sorglegt að heyra commentin frá fólkinu sem er að tala um að það sé vont að kalla "fólkið sem er að passa upp á okkur" vondum nöfnum þegar að við erum að mótmæla því að lögreglan er bara ekkert að passa upp á okkur heldur er hún að reyna búa til aðstæður þar sem við óttumst lögregluna.

Við eigum ekki að þurfa óttast lögregluna. Lögreglan á að vera vinir okkar og hún á að passa að ekki komi til ofbeldis og það á að vera hennar HELSTA verk. En því miður brást lögreglann enn og aftur þeirri skyldu og enn og aftur var það lögreglan sem sá til þess að hlutir leystust upp í ennþá meira vesen en þörf var til.

Lögreglan í dag sem og svo oft áður semsagt gerði illt verra. Hvernig getið þið verið stolt af því?

Nafnlaus sagði...

Við þurfum minna ofbeldi í þessu samfélagi okkar. Ekki meira. Lögregluaðgerðir uppi á Höfða voru í engu samræmi við tilefnið.
Ég er ekki sammála mótmælaaðgerðum trukkabílstjóra, en réttur fólks til að mótmæla því sem það telur vera óréttlæti er óvéfengjanlegur.
Stjórnvöld sem bregðast við friðsömum mótmælum með því að siga óeirðalögreglu á mótmælendur eiga að víkja.
Trukkabílstjórarnir voru að tefja fyrir umferð. Þeir voru ekki að ryðjast inn í Alþingishúsið, hertaka ráðuneyti né ógna ríkisvaldinu með neinum hætti.
Ég er ekki "vinstrimaður" af neinu tagi. Ég er ekki í neinum stjórnmálaflokki. Mér þykir ofbeldi villimannslegt og viðbjóðslegt.
Ég ber virðingu fyrir lögreglunni - eins og hún var hér á Íslandi áður en núverandi dómsmálaráðherra hóf sín afskipti af þróun eða öfugþróun lögreglumála.
Mér er misboðið.

Nafnlaus sagði...

Þetta er nú meiri vitleysan í þér.

Það verður að viðhalda einhverri reglu í samfélaginu og ekki í lagi að litlir hópar krefjist sérréttinda sér til handa með ofbeldisaðgerðum.

Ef eitthvað er hefði átt að taka fyrr og fastar á þessum bullum.

Nafnlaus sagði...

Hvaða sérréttindi ertu að tala um seinasti nafnlaus?
Ég kannast ekki við að þeir séu að krefjast slíks.
Þeir eru að biðja um mjög eðlilega hluti en Stjórnin er búin að neita svo mikið sem tala við þá í mörg ár.

Þetta byrjaði ekki í mótmælum. Þetta er búið að enda þar eftir mörg ár af því að reyna semja um eitthvað. En ríkið bara ignorar þá og er búið að leyfa þessari stöðu að koma upp.

Andri sagði...

Heyr heyr, löggan er trekk í trekk að ganga yfir strikið í sínum aðgerðum. Svona ofbeldi á ekki að sjást í landinu okkar.

"Skammastu þín fyrir að kalla mennina sem reyna að passa upp á okkur ..."

Já, passa uppá að við komumst nú alveg örugglega uppí heiðmörk að éta ís með því að berja fólk með kylfum?

I fail to understand your awsome logic.

Nafnlaus sagði...

Ja þau sérréttindi t.d að fá undanþágu frá reglum um hvíldartíma Evrópusambandsins.

Svo vil ég segja að ég er algjörlega ósammála þessum pistli þínum Þráinn. Það sem þarna gerðist sé ég ekki sem ofbeldi. Ég sé þetta sem lögreglu sem er að reyna að ná stjórn á fólki sem er með ólæti og skrílshátt.

Ég hef enga samúð með þessum trukkakörlum.

Nafnlaus sagði...

Þú greinilega veist ekki hvað þeir eru að biðja um þá.
Það sem vantar er að það sé allavega hvíldaraðstaða til að geta framfylgt þessum lögum. Þessi lög voru sett á og svo bara ætlast til að bílstjórarnir stoppi bílana og tjaldi. Viðbrögð stjórnvalda er að segja að þetta komi þeim ekkert við en segir svo ætla stofna um þetta nefnd svona til að koma bílstjórunum út úr húsinu.

Það var lögreglan sem stofnaði til vandræðana þarna. Þetta voru mótmæli alveg eins og þau eru búin að vera undanfarnar vikur nema að það eina sem breyttist var að lögreglan mætti strax í óeirðabúningum og hótaði strax að nota táragas á allt og alla. Þannig er það lögreglan sem stofnaði til þessara átaka.

Nafnlaus sagði...

Þetta er einhver merkilegasta smjörklípa sem sett hefur verið á svið um langt skeið. Björn Bjarnason er búinn að vera að væla lengi um "varalið" - "sérsveitir" og "her" árum saman fær nú kjörið tækifæri til að keyra vitleysisganginn í gegn með yfirburðar stöðu "Sjállfs-fylkingarinnar" á þingi með þeim rökum að öfgafólk og terroristar séu hér á ferð. Mikið djöfulsins skítalykt er af öllu þessum aðgerðum lögreglu.

Ps. Merkilegt að upplifa svo mikið af fasiskum sjónarmiðum á jafn skömmum tíma á sama stað þegar lesin eru skrif margra hinna "nafnlausu" sem sjá sig knúna til að afhjúpa innræti sitt á þessu bloggi.

Nafnlaus sagði...

Af hverju ættu þeir að fá hvíldaraðstöðu? Og hvar ætti hún að vera? Það er jú misjafnt hvar bílstjórarnir eru þegar þeir þurfa að hvíla sig. Á þá að vera hvíldaraðstaða á 50 metra fresti svo að það sé aðstaða akkúrat þegar þeir þurfa að stoppa?

Eða væri kannski einfaldara að þeir færu að sömu reglum og bílstjórar í öðrum löndum þurfa að fara eftir?

Nafnlaus sagði...

Eina sem ég get sagt er að ég er á móti þessum greindarskerta hóp flutningabílstjóra. Þeir hefta mitt frelsi, ferðafrelsi, og það er ólöglegt. Ég geri því þá kröfu að öllum aðgerðum verði beitt til að koma á jafnvægi í þeim málmum á nýjan leik. Ef menn láta sér ekki segjast, þá er það því miður, oft síðasta úrræðið að beita "ofbeldisfullum" aðgerðum eins og táragasi og að ýta fólki úr vegi með skjöldum. Tek það fram að það þarf tvo til að dansa tangó og ef menn hefðu hlýtt fyrirmælum lögreglu hefði þetta "ofbeldi" aldrei átt ér stað. Ég er fylgjandi mótmælum, en öllu má nú ofgera og það má ekki hefta frelsi einstaklingsins með þeim. Ég er á móti því.

Nafnlaus sagði...

Það er bara þannig að ÖLL mótmæli bitna á almenningi.
Kennarar fara ekkert í verkfall bara á móti börnum þingmanna.
Þú talar eins og að þú hafir ekkert getað keyrt í margar vikur þegar að raunverulega staðan er á í örfá skipti hefur orðið einhver truflun á umferð í klukkutíma hér og klukkutíma þar.

Það sem þú ert að væla yfir að að á meðan fólk var að verjast fyrir stöðu sinni þurftir þú að vera vera aðeins lengur eða taka smá krók á þig á leið upp í sumarbústað.

Gott allavega að við vitum þín prioroties.

Andri sagði...

Grunsamlega margir nafnlausir á móti hérna.

Nafnlaus sagði...

Það er nú alltaf gaman að lesa pistlana eftir þig. Þó sérstaklega þegar þú ert að fíflast svona.

Nafnlaus sagði...

Svei mér þá! Mikið vona ég að “nafnlaus” komment séu ekki þversnið af
íslenskri þjóðarsál.

Á Íslandi búa menn við eftirfarandi:

Verðsamráð
Pólitíska spillingu og valdnýðslu
Getulausa efnahagsstjórn
15,5% stýrivexti
Tveggjastafa verðbólgu
Verðtryggð lán á móti óverðtryggðum launum
Heilbrigðiskerfi sem einstaklingar greiða fyrir tvisvar (Fastagreiðslur
og “pay as you go”)
Skattamisrétti
Hæfileikalaus vesælmenni í ábyrgðarstöðum
Skítakulda

Svo fátt eitt sé nefnt. Vissulega er óbærilegt
að vera sviptur ferðafrelsi en ónýttan tíma mættu menn e.t.v. notað til
íhugunar um efnistþættina hér að ofan. Jafnvel til skipulagningar á
FRIÐSÖMUM mótmælum.

Nafnlaus sagði...

Lesið um Mohawk-dals-formúluna:

http://en.wikipedia.org/wiki/Mohawk_Valley_formula

Hún hefur sjálfsagt verið notuð núna undanfarið.

Beggi

Nafnlaus sagði...

Já, ofbeldisfulli armur valdstjórnarinnar hefur sýnt sig. Björn mun eflaust nota þetta sem afsökun til að byggja upp lítinn her.

egillm sagði...

Jón Grétar: Það er hægt að mótmæla á annan hátt en að stöðva eða hægja á umferð. Svo snýst þetta heldur ekki bara um að það hægist á fólki heldur skapar þetta líka hættu ef að sjúkrabílar þurfa að komast framhjá.

Af hverju fara þeir ekki bara í verkfall? Það væri miklu öflugari leið ef þeir vildu mótmæla. Og það er einfaldlega staðreynd að þeir eru að brjóta lög með því að stöðva umferð - eða finnst þér í lagi að brjóta lög ef það er fyrir einhvern sérstakan málstað?

Ég er viss um að það væri hægt að halda mótmæli hér allt árið yfir einhversskonar óréttlæti. Fyndist þér í lagi ef að það væri hægt að stoppa traffíkina allt árið?

Hvað varðar málstaðinn sem þeir eru að mótmæla þá er ég sammála því að reglugerðin um hvíldartímana gengur ekki alveg upp á Íslandi þar sem að vörubílar geta ekki stoppað hvar sem er. Finnar hafa fengið undanþágu fyrir þessu og því ættum við að geta gert það líka. Þetta er einn af göllunum vð að vera einungis í EES en ekki ESB þar sem að við komum ekki að borðinu við myndun laga hjá ESB.

Hvað varðar bensínskattinn þá sé ég ekki hvernig þeir réttlæta þau mótmæli. Það er föst krónutala á skatti sem hækkar hvorki né lækkar þó að heimsmarkaðsverð á olíu breytist. Þar að auki er tekin VSK af bensíni en þar sem að bensín er partur af atvinnurekstri bílstjóra þá þurfa þeir væntanlega ekki að greiða hann. Þannig eina hækkunin sem lendir á þeim er hækkun á heimsmarkaðsverði ásamt lækkun krónunnar. Það er ekki hægt að ætlast til að ríkið lækki skatta á bensíni vegna þessara þátta þar sem þeir geta ekki stýrt þeim.

Eðlilegast væri að þeir hækki verð á flutningum sínum. Ég hef reyndar heyrt að þeir semji til nokkurra ára um flutningar á vörum þar sem þeir miða kannski við bensínverð sem var fyrir einu ári. Ef þetta reynist rétt (sem ég er ekki viss) þá eru það auðvitað bara lélegir viðskiptahættir hjá þeim og varla hægt að heimta skattalækkanir.

Nafnlaus sagði...

"Trukkabílstjórarnir voru að tefja fyrir umferð." Þetta er nú meiri vitleysan í þér Þráinn. Þeir hafa margsinnis lokað fyrir alla umferð. þetta sjónarspil að þeir hafi ekki getað ekið í burtu vegna þess að fólkið fór ekki af götunni (!!) er of gegnsæ della til að trúa.
Finnst þér í alvöru Þráinn að þeir hafi mátt halda áfram í það endalausa að trufla, tefja og stöðva umferð? Eigum við sem eigum erindi um bæinn engan rétt á að komast leiðar okkar?
Þú ert alltof greindur til þess að fara á þetta plan, elsku kallinn minn.

Nafnlaus sagði...

Það er auðsýnt að fasisminn ríður hér ekki við einteyming. Þvílíkt sjokk að lesa öll þessi nafnlausu skeyti til dýrðar ofbeldi yfirvalda. Af hverju flytur þetta fólk ekki til Kína?

Nafnlaus sagði...

Nú komið á íslensku:

http://is.wikipedia.org/wiki/Mohawk-dals_forskriftin

Minnir á viðbrögð og vinnubrögð stjórnarinnar undanfarið. Þetta var úthugsuð aðgerð og átti að fara einsog hún fór.

Beggi

Þráinn sagði...

Takk fyrir allar þessar athugasemdir, líka þær sem eru byggðar á misskilningi á tiltölulega einfaldri bloggfærslu.
Mig langar til að vekja athygli á því sem nestor íslenskra blaðamanna, Jónas Kristjánsson, segir á www.jonas.is.

"Lögregluóeirðir fasista
Lögregluóeirðir urðu í dag á Suðurlandvegi.
Löggan réðst á mótmælendur og úðaði pipar, svo að nokkrir urðu að fá læknishjálp. Næst verður löggan með rafbyssur. Þetta heitir mannfjöldastjórnun á máli fasista. Þeir telja, að löggan eigi að stjórna mótmælum og að þau megi ekki raska neinu. Fasistar eru andvígir truflunum á gangverki þjóðfélagsins. Þeir vilja berja þá, sem trufla gangverkið, keyra þá niður, úða þá með pipar og bráðum gefa þeim rafstuð. Löggan hefur rangar hugmyndir um lýðræði. Mótmæli eru eðlilegur þáttur þess og mega valda röskun. Burt með fasista ríkislögreglustjórans."

Þessu er ég sammála, og hef engu við þetta að bæta nema: Ísland án fasisma!

Nafnlaus sagði...

Málið er að lögreglan er búin að vera að bíða eftir tækifæri til að negla Trukkarana. Hingað til hafa aðstæður ekki leyft aðgerðir. Norðlingaholtið var fullkomið. Ekkert mál að beina umferð í hjáleiðir. Sturla og félagar voru ekki að átta sig á herkænsku lögreglunnar!

Lögreglan mætti í Norðlingaholtið í morgun með ákveðnum ásetningi. Negla Trukkarana. Admiral Bjarnason er örugglega búinn að liggja á lögreglunni að handtaka "þessa" menn og gera atvinnutækin þeirra upptæk. Mér þykir líklegt að sími Sturlu sé búinn að vera hleraður undanfarið eins og hann hélt fram í Kastljósi. Og auðvitað fer lögreglustjóri ekki að viðurkenna það í beinni í Kastljósi. Rannsóknarlögreglan er nú ekki beinlínis að auglýsa það ef sími grunaðra er hleraður.

Admiral Bjarnason er hlynntur því að berja niður mótmæli að hætti Heimastjórnar. Þykist vita að Hrafninn, Hallurinn og Co hafi fengið nokkrar léttar raðfullnægingar við að fylgjast með aðgerðum lögreglu í morgun í beinni online.

Mér segir svo hugur að ef lögregla hefði haldið áfram að sýna stillingu og skynsemi þá hefði almenningsálitið séð til þess að mótmæli Trukkara hefðu lognast út af og/eða beinst inn á aðrar brautir.

Auðvitað væri fjöldaverkfall allra atvinnubílstjóra sterkasta verkfærið fyrir þá til að mótmæla. En sennilega vantar samtakamáttin sem skýrist einfaldlega af þeirri einföldu staðreynd að margir eða flestir atvinnubílstjórar eru einyrkjar.

Ef til vill er þetta þeirra eina vopn. -Borgaraleg óhlýðni?!

Nafnlaus sagði...

Síðan hvenær hefur verið mark takandi á Jónasi Kristjánssyni, bara að kalla manninn blaðamann er niðurlægjandi fyrir stéttina.

Nafnlaus sagði...

Þessir aðgerðir lögreglunnar eru vel skiljanlegar. Löggan hefur verið alltof lin við bílstjóranna hingað til meðan bílstjórar halda Reykvíkingum í gíslingu.

Hörð viðbrögð? Hvað mynduð þið gera ef að þið væruð að vinna ykkar vinnu og utanaðkomandi fólk kemur aðvífandi og byrjar að kasta eggjum og steinum í ykkur og vinnufélaga ykkar. Yrðu örugglega fáir sem myndu sætt sig við það og að fólk geri þá kröfu á lögreglu að þeir sitji aðgerðarlausir undir steinakasti, eggjakasti og ólátum í þeirra garð er bara í einu orði sagt heimskulegt.

Fariði nú að segja þetta gott bílstjórar. Það er löngu búið að koma málstaðnum inn í umræðuna, öll skrílslæti héðan í frá munu eyðileggja málstaðinn sjálfan.

gullvagninn sagði...

mikið rosalega virðast margir (eða sami náunginn að stalka síðuna) skrifa gegn þinni skoðun, Þráin, sem ég held að sé skoðun flestra.

Við viljum ekki taka svona hart á málum, þetta er ekki íslenska leiðin til að leysa mál, heldur sú bandaríska, og þar er sko kerfi sem við ættum að forðast í lengstu lög...

Nafnlaus sagði...

http://visir.is/article/20080424/FRETTIR01/275011302

Nafnlaus sagði...

Humm. Jamm. Var kominn hér með heljarinnar komment af sníkjubloggslengd, svo ég ákvað að fara bara með það heim til mín í staðinn:
http://truflun.net/hjorvar/2008/04/25/opi%c3%b0-bloggbref-til-%c3%berains-bertelssonar/
Vildi a.m.k. nótera þetta hér, svo ég væri nú ekki að naga á þér bakið óvitandi.
Bkv,
Hjörvar Pétursson

Nafnlaus sagði...

Sæll Þráinn!
Oft hef ég lesið pistlana þína og fundist þú komast að kjarna málsins. Ég taldi þig mannvin og því koma svívirðingar þínar gagnvart lögreglumönnum mér á óvart. Ég er gift lögreglumanni og hann eins og allir hans kollegar hafa farið í ófá útköllin þar sem mestu skuggahliðar mannlífsins blasa við. Mál eins og að koma vanræktum smábörnum, með brennda rassa til hjálpar, því foreldrar þeirra eru meðvitundarlausir af vímuefnanotkun. Dauðsföll, þar sem aðkoman er misfögur og alls konar slys við erfiðar aðstæður. Síðan þurfa þeir að vitja aðstandenda, sem eiga sér einskis ills von og tilkynna þeim að barnið þeirra, maki eða einhver þeim nákominn hafi látið lífið. Mér finnst þessir menn og konur eiga skilið aðra og betri framkomu frá hinum almenna borgara en að í þau sé kastað eggjum, þau kýld, hrópað að þeim fúkyrðum og haft um þau ummæli eins og þú viðhafðir: að þeir séu geðvilltir ofbeldisseggir.

Nafnlaus sagði...

Sæll Þráinn.
Ég get ekki séð tilganginn með að skrifa svona pistil sem er að mínu mati ómálefnalegur og fullur af svívirðingum. Mér finnst þetta ólíkt því sem ég hef lesið frá þér áður og í rauninni varð ég fyrir miklum vonbrigðum með að sjá þetta.
Þessi "geðvilltu ofbeldisseggir" eru flestir venjulegir menn sem reyna að vinna vinnuna sína eins vel og þeir geta við mjög erfiðar aðstæður. Sjaldan fá þeir hrós fyrir störf sín eða mæta nokkrum einasta skilningi.
Síðasta athugasemd segir í raun allt sem segja þarf og tek ég undir hvert orð með eiginkonu lögreglumannsins.

Þráinn sagði...

Úr því að "kona lögreglumanns" og Sigríður hafa ákveðið að lesa það úr pistlinum mínum að allir sauðir séu svartir úr því að það eru svartir sauðir í lögreglunni vil ég taka fram eftirfarandi. Ég var ekki að stimpla eiginmann konu lögreglumanns "geðvilltan ofbeldissegg". Vonandi er hann eins og flestir lögreglumenn góður og hjálpsamur maður sem beitir varnarlaust fólk ekki ofbeldi - því að það eru bara geðvillingarnir sem það gera.

Nafnlaus sagði...

Þráinn Bertelsson þetta er með ólíkindum hjá þér að kalla heila starfsstétt geðvillta ofbeldisseggi. Þetta algerlega dæmir þig úr leik úr skynsamlegum umræðum um þetta mál. Þessi viðbrögð þín eru svo ótrúleg að ég er algerlega kjaftstopp. Penninn er máttugri en sverðið og því má með góðu móti segja að þú hafi gengið miklu lengra með þessum orðum þínum heldur en lögreglumenn á vettvangi gerðu. Ég kalla eftir afsökunarbeiðni Þráinn, og reyni með þessum pistli að höfða til skynsemi þinnar og vilja til að horfa með hlutleysi á þessa atburði. Þú lætur tilfinningar þínar hlaupa með þig í gönur er þú ræðst með þessum ógeðfelldu ærumeiðingum á lögreglumenn.

Á vettvangi mótmæla þar sem friðsamir mótmælendur sækja um leyfi, þar mætir lögreglan og tryggir rétt borgarana til mótmæla. Hún er á vettvangi til að tryggja öryggi allra.

Á vettvangi þar sem mótmælendur brjóta hegningarlög, umferðarlög og hugsanlega fleiri lög þá erum við að tala um aðra hluti. Lögreglunni er skylt samkvæmt landslögum að aflétta ólögmætu ástandi. Það gerði hún þarna. Hún hefur samkvæmt sömu landslögum heimild til þess að beita eins miklu valdi og nauðsynlegt er til að framfylgja löglegum fyrirskipunum sínum. Lögreglan byrjaði ekki á neinu en lögreglan sannarlega endaði málið og aflétti ólögmætu ástandi sem atvinnubílstjórar sköpuðu.

Eftir margítrekaðar, ég endurtek, margítrekaðar yfirlýsingar um hvað lögreglan myndi gera þá er fólk á sína eigin ábyrgð á vettvangi. Allir með fullu viti færa sig á öruggan stað þegar að lögregla margítrekað segir öllum hátt og skýrt að hún muni beita valdi ef fólk hlýði ekki.

Atvinnubílstjórar hófu þetta ástand og lögreglan lauk því.

Á vettvangi þar sem margir fullorðnir karlmenn eru hrópandi fúkyrði að lögreglunni er mikill hávaði. Það er öryggisins vegna fyrir þá sem ekki vilja gas framan í sig mjög gott að heyra það þegar lögreglan fer loks af stað með MACE úðun. Það var nauðsynlegt til að yfirgnæfa fúkyrðaflauminn frá mótmælendum að hrópa hærra en þeir. Það þurfti að öskra til að láta alla vita sem voru á vettvangi hvað lögreglan var að gera. Það hefði verið gagnrýnivert ef að lögreglumaðurinn hefði ekki tryggt það að allir heyrðu það örugglega að hann var að fara að nota gas.
Ég hef aldrei séð neinn getað öskrað án þess að afmyndast eitthvað í framan við þau átök. Það má vel vera að hann hafi litið hálfilla út en sennilega var honum ekki hlátur í hug.

Þarna voru á vettvangi atvinnubílstjórar og fleiri sem voru búnir að fá tækifæri til að taka ákvörðun um hvort þeir vildu átök við lögreglu. Þeir höfðu tekið ákvörðun um að taka slaginn við lögregluna. Það er ekki óeðlilegt að það þurfi að hækka róminn upp úr öllu valdi til að hræða þá sem hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að slást við lögreglu. Þetta voru að ég held allt saman ódrukknir aðilar með "fulle fem" sem tóku þessa óskynsamlegu ákvörðun. Þessu öskri var sem sagt beint að fólki sem margítrekað var búið að segja hvað það myndi fá framan í sig ef það myndi ekki hlýða fyrirmælum lögreglu. Þetta fólk var þarna algerlega á eigin ábyrgð. Þetta er eins og að kanna hvort maður geti nú ekki synt undir Ölfusárbrúnna þó að allir heilbrigðir og skynsamir menn myndu aldrei gera slíkt.

Það er eðlilegt að fólki bregði við þessar myndir. En fólk verður að hafa gæfu til að setja hlutina í rétt samhengi og skoða málið út frá öllum hliðum. Menn sem afneita félaga sínum í beinni útsendingu og þora ekki að segja að þeir þekki Ágúst Fylkisson eru ekki trúverðug heimild um atburðina á Norðlingaholti.

Þráinn sagði...

Ágæti Runólfur.
Orðrétt sagði ég (eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir): "Ég mótmæli því að hafa lengur yfir mér hernaðardýrkandi dómsmálaráðherra með geðvillta ofbeldisseggi í sinni þjónustu. Aðrir en geðvillingar beita varnarlaust fólk ekki ofbeldi."
Alveg eins og það eru til skjóttir hestar eru til geðvilltir menn í lögreglunni. Alveg eins og allir hestar eru ekki skjóttir eru ekki allir lögreglumenn geðvilltir.
Þetta á varla að vera hægt að misskilja - nema þig langi til að gera mér upp skoðanir.
Getum við ekki samið um að þú hafir þínar skoðanir og ég mínar?
Bestu kveðjur.

Nafnlaus sagði...

Þú sem rithöfundur kæri Þráinn veist að menn verða að vera skýrmæltir ef þeir eiga ekki að misskiljast. Hvað eru margir geðvilltir ofbeldisseggir í lögreglunni? 1, 10 eða 100? Það áttu sem sagt allir að fatta það sem þú sagðir ekki? Þú talar um dómsmálaráðherra með geðvillta ofbeldisseggi sem er fleirtala btw.
Ef þú hefðir verið að meina þennan eina sem öskraði gas þá hefðirðu sagt það er það ekki? Ef þú hefðir verið að meina að það væru bara nokkrir geðvilltir ofbeldisseggir í lögreglunni þá hefðir þú sagt það er það ekki? Eða ertu að draga í land? Ég geri þér ekki upp skoðanir Þráinn, þú komst þeim bara ekki skýrt til skila.

Þráinn sagði...

Ágæti Runólfur.
Fjöldi geðvillinga í samfélaginu almennt er talinn vera amk. 2%. Fjöldi geðvillinga af þeim sem eru í fangelsum er allt að 40%, samkvæmt rannsóknum í Kanada og Bandríkjunum. Enn hef ég ekki fundið rannsóknir sem gefa til kynna fjölda (hugsanlega mismunandi) geðvillinga í hinum ýmsu starfsgreinum.
Þrátt fyrir að mikill fjöldi geðvillinga sitji í fangelsum leikur meirihluti þeirra lausum hala úti í þjóðfélaginu.
Augljóslega er óheppilegt að hafa geðvillinga í vinnu ekki síst þar sem þeir hafa aðgang að táragasi, piparúða og kylfum - tala nú ekki um rafbyssur eða alvöru skotvopn.
"Eigi leið þú oss í freistni...," stendur skrifað og það er sérdeilis óæskilegt að freista geðvillinga til að grípa til ofbeldis.