fimmtudagur, 17. apríl 2008

Kínverjar fá mikilvægan stuðningsmann

"Þorgerður ítrekar að hún ætli til Peking

thorgerdur300×200.jpgÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, ítrekaði á Alþingi í morgun að hún stefni á að vera viðstödd bæði setningu og lokahátíð Ólympíuleikanna í Peking í Kína í haust. Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins skoraði á ráðherrann á Alþingi í morgun að láta ógert að mæta."

Þessi ákvörðun Þorgerðar flokkast undir "virka utanríkisstefnu" sem á að sýna umheiminum hvers konar þjóð Íslendingar eru inn við beinið; þjóð sem ekki ætlar að vera til leiðinda í alþjóðasamfélaginu með því að setja umdeild "mannréttindamál" á oddinn.

Ef til vill kemur Þorgerður að máli við þá forystumenn Falun-Gong-hreyfingarinnar sem ekki hefur náðst að stinga í fangelsi sér til hvíldar í Kína. Ekki er ólíklegt að þessi mannúðar- og leikfimihreyfing vilji þakka íslenskum stjórnvöldum varmar viðtökur þegar hópurinn kom til Íslands hérna um árið.

Ef Þorgerður skrópar úr Kínaferðinni er líklegt að Kínverjar dragi til baka stuðning sinn við framboð Íslands í öryggisráð SÞ.

Vonast er til að Þorgerður hafi jafnmikinn og langlífan sóma af þessari ferð og til var stofnað.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það verður að fara varlega að Kínverjum. Þeirra kúltúr er ekki eins og okkar. Sjá:
Expert urges caution over anti-Chinese protests
http://www.swissinfo.org/eng/front/Expert_urges_caution_over_anti_Chinese_protests.html?siteSect=108&sid=8976188&cKey=1208416020000&ty=st

Þráinn sagði...

Já, þeir eru skrýtnir. Vonandi halda þeir ekki að Þorgerður Katrín sé komin til að mótmæla einhverju á Ólympíuleikunum.