mánudagur, 28. apríl 2008

Íslenska utanríkisráðuneytið á vini í háum stöðum



Kínverjar gera það ekki endasleppt við okkur Íslendinga og nú hafa þeir trúað utanríkisráðherra fyrir því að þeir ætli að styðja framboð íslenska utanríkisráðuneytisins til Öryggisráðs Sameinuðu þjóða. 

Kínverjar eru mjög öflugt þjóð eins og Tíbetar vita manna best og svo þeir sem muna rösklega framgöngu kínverskra sérsveitarmanna gegn soraöflum þjóðfélagsins á Tiananmen-torgi sællar minningar.

Með Kínverja að vinum sparast það ómak að útskýra afstöðu okkar til mannréttindamála, en framganga Kínverja í þeim málaflokki er öllum kunn - og framganga Íslendinga á því sviði er einnig farin að vekja töluverða athygli. 



Þess vegna má búast við að samherjar okkar í Jemen og Eþíópíu sem líka vilja fara hægt í sakirnar greiði okkur einnig atkvæði ásamt fleiri þjóðum í Asíu og Afríku sem eru sama sinnis.

Engin ummæli: