Ímynd Íslands jákvæð en veikburða"
"...
Markmiðið er það að styrkja ímynd Íslands sem er talin vera jákvæð en veikburða og það liggur fyrir að það getur haft ýmsan ávinning í för með sér fyrir þjóðarbúið og ýmsar atvinnugreinar," sagði Geir við blaðamann mbl.is eftir að skýrsla nefndarinnar var kynnt í dag.
...
Fram kom á fundinum að nefndin leggi til að kjörorðið í markvissri ímyndarsköpun Íslands verði Kraftur, frelsi og friður..."
Þetta er úr frétt á Mbl.is. um störf nefndar sem á að hífa upp "ímynd" Íslands erlendis og er ekki aprílgabb. Það er greinilega til svona fólk.
Þess má geta að "Kraftur, frelsi og friður sé með yður!" er kjörorð Marsbúa, þannig að höfundar- eða einkaréttarmál gæti verið í uppsiglingu.
"Krafturinn sé með yður" "The Force Be With You" er hins vegar úr Stjörnustríðsmyndum Lúkasar - sem er ekki síður nákvæmur með höfundarréttinn en Mars-búarnir.
3 ummæli:
raftur, helsi og fiður. hic!
Þýtt á Newspeak, var þetta Stríð, Þrældómur og þekkingarleysi (sjá 1984 eftir hann Orwell (sem gat ekki hugsað sér að heita Blair og breytti nafninu, ekki einleikið með spádómsgáfu hans))
Já, b, vel að merkja hét hann ekki Eiríkur Blair á uppvaxtarárum.
Kannski Tony hafi upphaflega heitið Eríkur Orwell?
Skrifa ummæli