fimmtudagur, 3. apríl 2008

Tvíhliða fundir um tvíhliða mál


Tvíhliða fundir í tísku í utanríkismálum

Á visir.is stendur:

Ingibjörg Sólrún hittir Rice í Washington

mynd
Frá blaðamannafundi Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar í Búkarest í kvöld sem virðist hafa verið fremur "tvíhliða" en "fjölsóttur".

Guðjón Helgason í Búkarest skrifar:

"Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, mun eiga tvíhliða fund í Washington með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna þann 11. apríl næstkomandi.

Viðræður á grundvelli varnarsamkomulags Íslands og Bandaríkjanna munu fara fram á þeim fundi auk þess sem önnur tvíhliða mál ríkjanna verða rædd.

Einnig munu untanríkisráðherrarnir ræða samstarf kvenna í þeirri stétt. Þær Ingibjörg Sólrún og Rice kynntust einmitt á samstarfsvettvangi kvennutanríkisráðherra."

Væntanlega af öryggisástæðum er ekki nánar útskýrt um hvaða tvíhliða mál verða rætt á fundi Condoleezu og Ingibjargar né heldur hvers vegna ákveðið hefur verið að hafa fundinn tvíhliða að því er virðist nema hvað varðar tvíhliða kynni þeirra á "samstarfsvettvangi kvenutanríkisráðherra.

Því ber að fagna að tvíhliða mál Íslands og Bandaríkjanna skuli aðeins hafa tvær hliðar þannig að hægt skuli að leysa þau með tvíhliða viðræðum á tvíhliða fundi. Leitað er nú að "góðu díl" til að finna ódýra en rúmgóða tvíhliða einkaþotu fyrir Ingibjörgu Sólrúnu.

Tvíhliða þotur, þar með taldar tvíhliða einkaþotur, eru nú á þróunarstigi og er þeim einkum ætlað að rannsaka hvort svonefnd svarthol og svo að sjálfsögðu önnur mál í geimnum eru einhliða, tvíhliða, þríhliða eða marghliða.

Sjá nánar meðfylgjandi mynd af grein úr tvíhliða vísindaritinu ASTRONOMY AND ASTROPHYSICS sem birtist með þessari frétt. Að sjálfsögðu þarf að tvísmella á greinina.

(Washington er spölkorn frá Búkarest svo að þetta er heilmikið ferðalag).

Bling-bling!

Engin ummæli: