þriðjudagur, 8. apríl 2008

Fjandinn hugleiðir atvinnutilboð


Óttalegt vesen og óregla hefur verið á Fjandanum síðan kirkjan ákvað fyrir skemmstu að leggja niður rekstur Helvítis í núverandi mynd og sameina öðrum rekstrareiningum fyrirtækisins vegna aðsteðjandi alheimskreppu.

Þótt talið sé að Skrattinn hafi náð að gera viðunandi biðlaunasamning og eftirlaunakjör hans byggist á eftirlaunalögum íslenskra alþingismanna mun hann ekki vera mótfallinn því að hlusta á starfstilboð.

Aðilar sem nærri honum standa segja að Sá Gamli hafi fengið áhugaverð tilboð um að gerast aðstoðarþingmaður og upplýsingafulltrúi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ja, bara að hann fari ekki að blogga bölvaður.

Þráinn sagði...

Hafðu ekki áhyggjur af því að hann fari að blogga. Það er ekkert upp úr því að hafa.