Um "reffilega" einkaþotu (af visir.is)
"Reffileg einkaþota lenti á Reykjavíkurflugvelli um sexleytið í dag með þau Geir H. Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og föruneyti þeirra um borð. Leiðtogafundi NATO lauk í dag og að honum loknum hélt hópurinn fríði beint heim til Íslands, með stuttri viðkomu í Noregi...
Hefð er fyrir því að viðskiptajöfrar á borð við Jón Ásgeir Jóhannesson, Björgólfsfeðga og Hannes Smárason ferðist með einkaþotum, en það þykir víst nýmæli að ráðherrar ferðist með þessum hætti á kostnað skattgreiðenda."
Þessi frétt birtist á visir.is. Bæði fyrir blaðamenn og skattgreiðendur er full ástæða til að lesa síðustu setninguna tvisvar: "...en það þykir víst nýmæli að ráðherrar ferðist með þessum hætti á kostnað skattgreiðenda."
1 ummæli:
Hughreystandi þessi sans sem hæstráðandi Haarde og fremst meðal íslenskra jafnaðarmanna, Ingibjörg Gísladóttir, hafa fyrir þjóðfélagsstemmingunni.
Lofar góðu. Íslenskir stjórnmálamenn ættu ekki að taka annað í mál eftirleiðis en slíkan einkaþotusparnað. Hvað gerði ekki Sjáseskú fyrir þjóð sína?
Rómverji
P. S. Nú er mjög horft til utanríkisráðstýrunnar í sambandi við eftirlaunahneykslið. Hún segist geta gert betur en Valgerður Bjarnadóttir og vill afnema forréttindin aftur í tímann.
Sjáum hvað verður úr því.
Skrifa ummæli