föstudagur, 25. apríl 2008

Ísing - ný leið til að verjast verðbólgu

Kínverjinn Wang Jintu, 43 ára gamall, hefur sett nýtt heimsmet. Hann lá grafinn í ís í 90 mínútur og sló þar með fyrra met um 17 mínútur.
 
Með góðri þjálfun og stórri frystikistu er talið að hægt sé að stórbæta þennan árangur Kínverjans, þó vilja læknar benda Íslendingum á að gera ekki tilraunir með þetta heima hjá sér og mæla með öðrum aðferðum til að standa af sér kreppu og óðaverðbólgu.
 
Hins vegar hefur komið til tals að Háskóli Íslands geri þessa tilraun við vísindalegar aðstæður á þeim sem fara með stjórn efnahagsmála - til að hægja á þróuninni.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Svakalegt!

Nafnlaus sagði...

Svakalegt!