miðvikudagur, 2. apríl 2008

Bíbí í toppfélagsskap


Það er yndislegt að fylgjast með því sem dómsmálaráðherra bloggar og deilir með okkur af lífi sínu og störfum.

Í bloggi sínu dagsett 1. apríl segir dómsmálaráðherra m.a.:

"Hitti Alan M. Dershowitz, lagarprófessor við Harvard, sem hér er á fyrirlestraferð. Hann er ekki aðeins þekktur sem prófessor og höfundur margra bóka, heldur einnig sem verjandi, t.d. O. J. Simpsons."

Hvernig var það nú aftur? Þessi Simpson var sýknaður með miklum lagakrókum af því að hafa drepið fjölskyldu sína eða alla vega konuna sína. Aðalsönnunargagnið í málinu var blóðugur hanski sem verjendur Simpsons fengu dómarann til að úrskurða að kæmi ekki málinu við.

Nema hvað, þess vegna segja grínarar að O.J. Simpson hafi spurt verjanda sinn, Alan M. Dershowitz:


"Not guilty? Þýðir það að ég geti geti fengið hanskana mína aftur?"

Svarið var: "Nei, það þýðir að þú hefur verið heppinn með verjendur."

Engin ummæli: