laugardagur, 26. apríl 2008

Magnyl, vatnsglas og ohf á línuna


Er til of mikils mælst að ríkisstjórnin í heild sjái til þess að heilbrigðisstarfsfólk (svipað því sem myndin er af) sé ekki flæmt úr vinnu í stórum hópum?

Ég spyr vegna þess að heilbrigðisráðherrann virðist vera ófær um að leysa vandann, þótt hann hljóti að vita að sjúkrahús án starfsfólks hafa lítinn lækningamátt.

Að reka sjúkrahús samkvæmt neyðaráætlun væri snilldarlegt - ef hér geisaði styrjöld, pest og kólera og þjóðin væri í andarslitrunum – en spítalarekstur samkvæmt neyðaráætlun er ekki boðlegur á fögru og friðsömu vori árið 2008 meðan ríkisstjórnin svífur yfir þjóðinni í einkaþotum til að spara tíma og nóg er til af peningum.

Magnyl, vatnsglas og ohf á línuna dugir því miður ekki.

Engin ummæli: