fimmtudagur, 3. apríl 2008

Geir Haarde: Með nagla í höfðinu?

Naglar valda pirringi og höfuðverk


Einn af okkar bestu blaðamönnum, rithöfundum, sjónvarpsmönnum og ljóðskáldum, Sigmundur Ernir - Súper-Örninn - hittir forsætisráðherranaglann beint á höfuðið í grein sinni á visir.is.


Hann segir: "Ég sé ekkert athugavert við það að ráðpamenn leyti allra leiða til að komast sem ódýrast á milli staða. Og ef það er rétt, sem Geir H. Haarde, heldur fram að kostnaður við einkaþotuna hafi verið svo naumlega umfram aðrar vélar að tímasparnaðurinn vegi það upp, ja ... þá sé ég ekki stóraglæpinn. Munurinn á kostnaði mun vera 100 til 200 þúsund krónur, einkaþotunni í óvil.

Hitt vekur mig til umhugsunar; viðbrögð Geirs H. Haarde við umræðufárinu um þessa blessaða einkaþotu. Hann segir hana "lýsandi fyrir stjórnmálaumræðuna" eins og Moggi hefur eftir honum. Geir er nokkuð pirraður.

Hann á að vera yfir það hafinn.

Það skal alltaf vera hlutverk fjölmiðla að veita ráðamönnum aðhald. Ráðamenn eiga sjálfir að sækjast eftir þessu aðhaldi í upplýstu lýðræðissamfélagi. Fjölmiðlar eiga að leita svara í þessu efni sem öðru þegar ráðamenn eru að eyða peningunum okkar eða semja um okkur lög sem við eigum að gjöra svo vel að fara eftir."

Undir þetta vil ég taka með Sigmundi Erni:

Blaðamenn eiga að spyrja. Blaðamenn eiga að hitta naglana, stóra og litla, beint á höfuðið. Og forsætisráðherrar og aðrir naglar eiga ekki að vera pirraðir þótt þeir fái nagla í höfuðið.

Engin ummæli: