"Sturla Jónsson, talsmaður atvinnubílstjóra, segir að lögreglan hyggist leggja fram kæru gegnum honum fyrir að hafa brotið gegn grein hegningarlaga, þ.e. fyrir að hafa raskað öryggi farartækja eða umferðaröryggi á alfaraleiðum. Brot við þessu getur varðað allt að sex ára fangelsi."
Þessi maður hefur ekki annað til saka unnið en að standa að friðsamlegum mótmælum. Hversu skynsamlega mótmælin voru skipulögð má sjálfsagt deila um - en ef stjórnvöld í landinu ætla að etja lögreglu og dómstólum gegn þeim sem mótmæla aðgerðum eða aðgerðaleysi stjórnvalda er komin upp alvarleg staða í landinu.
Því meira sem maður sér af embættisfærslum Kristjáns Möllers þeim mun meira saknar maður Sturlu Böðvarssonar.
Kristján Möller telur sennilega að sér komi ekki við lögregluofsóknir á hendur talsmanni atvinnubílstjóra, né heldur hin tíðu og hræðilegu slys á Reykjanesbrautinni vegna ófullnægjandi umferðarmerkinga.
Samkvæmt þeirri ábyrgð sem á að fylgja embætti samgönguráðherra ætti Kristján að sjá sóma sinn í að segja af sér sjálfviljugur. Geri hann það ekki flyst ábyrgðin yfir á þá sem eru yfir hann settir í ríkisstjórninni, formann Samfylkingarinnar og formann Sjálfstæðisflokksins.
miðvikudagur, 9. apríl 2008
Kristján vekur söknuð eftir Sturlu
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Maðurinn og félagar hans brutu landslög og brotaviljinn mjög einbeittur.
Það er eins og þeir haldi að þeir séu hafnir yfir íslensk lög bara því þeir eru að mótmæla?
Það yrði eitthvað sagt ef fólk færi að stela úr kjörbúð til að mótmæla hækkandi matvælaverði? Væri það ekki alveg eins í lagi því það væru bara friðsamleg mótmæli?
Málsstaðurinn er skiljanlegur en aðferðirnar stangast á við lög og eru hættulegar. Það á að refsa þessum talsmanni og hverjum einasta vörubílstjóra sem hefur tekið þátt í þessum lögbrotum og í leiðinni lamað borgarlífið og lagt borgarbúa í hættu.
Hvenær ætla svo fjölmiðlar að láta manninn hætta að komast upp með að snúa útúr spurningum þeirra og rífa bara kjaft? Ég væri til í að sjá hann mæta í Kastljósið til Helga Seljan.
Og hvenær ætlar lögreglan að sinna sínu hlutverki og stöðva augljós lögbrot? Handtaka mennina, keyra bílana útí kant, láta umferðina halda áfram og kæra svo mennina. Ef það verður ekki gert er verið að senda þau skilaboð út í þjóðfélagið að það sé í lagi að brjóta lögin, löggan kemur bara á staðinn, horfir á og gefur mönnum í nefnið.
Lögregluríki? Ég vil allavega harðar aðgerðir lögruglunnar frekar en höfuðborg landsins í gíslingu misviturra vörubílstjóra.
Góðan dag.
ég verð nú eiginlega að taka undir með nafnlausa hér að ofan, og langar jafnvel að spyrja þig hvar mörkin eru þar sem þú vilt byrja að kæra fyrir lögbrot unnun í mótmælum.
eru mÖrkin við eitthvert ákveðið fjártjón, fjölda mannslífa eða eitthvað annað.
mér finnst altaf jafn gaman þegar menn byrja að finna það út að lögbrot séu í lagi ef málstaðurinn er góður, því vandinn er sá að öllum mótmælendum finnst málstaður þeirra góður en fæstir telja ástæðu til lögbrota.
Ágætu nafnleysingjar.
Mörkin eru hugsanlega jafnóskýr og hættumerkingar Vegagerðarinnar svo að best er að allir fari varlega.
Það væri kannski góð latína að ákæra alla sem lent hafa í slysum á Reykjanesveginum að undanförnu fyrir gáleysislegan akstur? Ég held ekki.
Sjáðu til.
Til að gera Sturlu góðan, þarf mikið.
Möllerinn er löngu búinn að ná því marki.
Það ku vera nánast náttúrulögmál, að utanbæjarþingmaður fari með samgöngumálin, sama hve kyrfilega viðkomandi hefur sýnt fram á, að hann geti allsekki farið með slíkt vald með yfirveguðum og sanngjörnum hætti.
Það gerði Möllerinn fullkomlega skýrt og skorinort, þegar hann fór náttfari og dagfari til að tryggja heimskuna milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, svonefnd Héðinsfjarðargöng. Nafngift, sem mér þótti við hæfi, þar sem Sá fjörður er eyðifjörður, þannig fólst afar falleg skilaboð um, friðsæld og fuglasöng þá firðirnir allir sem tengja á, verða einmitt það, Eyðifirðir
Með viðeigandi virðingu
Mðbæjaríhaldið
Skrifa ummæli