Erlendur svikahrappur
Hugh Hendry, yfirmaður fjárfestingasviðs hjá breska vogunarsjóðsfyrirtækinu Eclectica Asset Management, einn fjárfestanna sem hagnast hafa á veikingu íslensku krónunnar, stærði sig af því árið 2006 að hann vildi láta minnast sín sem mannsins sem gerði Ísland gjaldþrota, segir í forsíðufrétt Morgunblaðsins í dag. Hendry sagði þetta m.a. í viðtali við breska blaðið Times 8. júlí 2006: "I want to be known as the man who bankrupted Iceland."
Nú er komið í ljós að Hendry þessi á við athyglisfíkn að stríða og allt tal hans um að gera Ísland gjaldþrota eru órar taugabilaðs manns. Hann segist líka hafa skrifað bækur Laxness, málað myndir Kjarvals og hafa stofnað Kolkrabbann.
Enginn einn maður getur eignað sér heiðurinn af því að setja landið á hausinn, en þó er gott til þess að vita að afrekið var unnið af íslenskum afreksmönnum en ekki útlendingum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli