föstudagur, 4. apríl 2008

Danskar krónur ókeypis á næstunni




Í Viðskiptablaðinu
stendur að meirihluti Dana sé tilbúinn að fórna dönsku krónunni og taka upp evru "samkvæmt nýrri viðhorfskönnun sem Greens Analyseinstiut vann fyrir danska viðskiptablaðið Børsen."

Ef þetta gengur eftir er ástæða fyrir Seðlabanka Íslands að vera velvakandi, því að um leið og Danir taka upp evru má fá dönsku krónuna fyrir lítið. Með þessu móti væri hægt að skipta hér snögglega um gjaldmiðil og klekkja um leið á hinum "óprúttnu" aðilum sem eru að fíflast í gengi íslensku krónunnar til að skaprauna Seðlabankastjóranum íslenska.



Engin ummæli: