Greining Glitnis hefur hækkað fyrri verðbólguspá sína og gerir nú ráð fyrir að hækkun vísitölunnar milli mánaða verði 2% sem er þá mesta hækkun milli mánaða frá árinu 1989.
Gangi spáin eftir mun ársverðbólga mælast 10,2%.
"You ain't seen nothin' yet," sagði ágætur maður í upphafi tímabils talmynda or reyndist sannspár.
Verðbólgan er rétt að byrja. 10,2% eru fyrstu tölur!
Það er ekki skrýtið að ríkisstjórnin skuli vera meira og minna landflótta á mikilvægum fundum um vandamál annarra landa.
Eini ráðherrann sem heldur sig heima og man að hún er í Samfylkingunni og starfar hjá almenningi er Jóhanna Sigurðardóttir. Hennar tími virðist vera upprunninn. Hún ætti að gerast foringi Samfylkingarinnar í þessari ríkisstjórn.
Landflótta ráðherrar gætu ábyggilega fengið létta innivinnu í einhverju af okkar fjölmörgu sendiráðum.
3 ummæli:
Eða bara úti í Brussel.
ÞAr ku vera margt skrifstofa og Gósenlendur fyrir möppudýr af allskonar gerðum, jafnvel hægri dýr.
Lítill yrði skaði okkar sem heima sitjum maður minn, spélítill.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson
101 Rvík
Heldurðu, Bjarni, að við gætum fengið launað starf - ég er ekki beinlínis að tala um vinnu - úti í Brussel ef allt fer á besta veg í þessari bestu af öllum veröldum?
Jóhanna Sigurðardóttir er kjarnakonur og einhver heilsteyptasti stjórnmálamaður sem við höfum átt.
Skrifa ummæli