sunnudagur, 6. apríl 2008

Um Jón og prófessor Jón

Dánumenn og dánir menn
 
Ef maður stelur smotteríi frá dánumönnum þá er maður þjófur.
Ef maður stelur fjársjóðum frá dánum mönnum þá er maður píslarvottur.
Ef maður stelur viskípela í ríkinu fær maður þriggja mánaða fangelsi.
Ef maður er sektaður fyrir að stela þjóðargersemum er efnt til fjársöfnunar manni til aðstoðar - líkt og fátækri og barnmargri ekkju sem hefur lent í þeirri ógæfu að húsið hefur brunnið ofan af henni.
Það er margt skrýtið hjá okkur hérna á annesjum.
Ekki síst siðferðilega.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, þetta er einmitt brogað siðferði.

Minnir dálítið á það þegar Einar Kárason rithöfundur lagði til að þjóðfélagsumræðu um skipun héraðsdómara yrði hætt vegna þess að tilteknum persónum gæti sárnað.

Þráinn sagði...

Já, nafnlaus minn. Það er fallegt hjá E. Kárasyni að hafa samúð með smælingjunum.