fimmtudagur, 17. apríl 2008

Múgabar allra landa

"Brown: Það þarf að stöðva Robert Mugabe

Heimurinn verður að stöðva Robert Mugabe, segir Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands."

Þessu er ég sammála.

Múgaba allra landa þarf að stöða, hvar svo sem þeir kunna að hafa grafið um sig.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll Þráinn.
Oft er ég(57), sammála þér, en þú virðist ekki hafa vit á því, sem þú fjallar um. Múgabe og Castró, eiga það sameiginlegt, að reka gjör-spilta þjófa frá landi sínu.
Þetta leiddi báðar þjóðir í "Viðskipta-Bann", ekki barar UK&USA.
NEI! Þessir Risar, fengu aðrar þjóðir til að fylgja eftir Viðskipta-Banni. Ef þú skilur þetta ekki, þá er það þitt vandamál!
Kveðja,
Palli Kristjánss.

Þráinn sagði...

Mín skilningsvandamál eru bæði mörg og stór og smá. Hitt skil ég þó að vegna asnasparka íslenskra stjórnvalda áratugum saman eru vestfirsku fjöllin komin í vændi og ekki spurt hver það er sem borgar fyrir að hafa afnot af vestfirskri fegurð.
Mórallinn er sá sami og annars staðar þar sem vændi er stundað: Maður verður ekki saddur af því að góna á fegurðina - betra er að koma henni í verð fyrir eina grautarskál. Hver viðskiptavinurinn er skiptir engu máli svo lengi sem hann borgar fyrir viðskiptin.
Viðskiptabann er hins vegar aðferð sem Bandaríkjamenn beita á sumar þjóðir sem sinna ekki lýðræði og mannréttindum, eins og Kúba og Simbabve hafa fengið að kenna á. Viðskiptabann Bandaríkjanna gegn Kína af sömu ástæðum er þó ekki orðið að veruleika "vegna þess að það eru öðruvísi aðstæður"!!

Nafnlaus sagði...

...ég man ekki á hvaða snilldar-bloggi ég fann þessa setningu:

Einkavæðum gróðann og þjóðnýtum tapið

kveðja
margrét

Þráinn sagði...

Kæra Margrét. Ég held þú hafir ekki fundið þessa viturlegu setningu á bloggi heldur sé þetta úr stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.